Morgunblaðið - 20.12.2014, Síða 68

Morgunblaðið - 20.12.2014, Síða 68
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2014 Smám saman rætist það semmargir vonuðu og spáðu umEldborgarsal Hörpu, aðþetta framan af hálastaða ofrausnarhús í miðju hruni myndi um síðir laða að erlendar sinfóníu- hljómsveitir er oftast höfðu afþakk- að framkomu í Háskólabíói fyrrum. Vegur þar vitaskuld þyngst glæsi- legur hljómburður salarins, sem eft- ir þriggja ára ómstillingarreynslu skilar nú allri sinni dýrð. Fyrst til að koma hingað varð Gautaborgarsinfónían undir Gust- avo Dudamel í september 2011. Næst stjórnaði hér Simon Rattle Fílharmóníusveit Berlínar í nóv- ember 2012 og þar næst Peter Oundjian kanadísku Tórontó- sinfóníunni sl. ágúst. Nýjast birtist svo Lundúnafílharmónían (alías London Philharmonic Orchestra, LPO) á fimmtudaginn var undir stjórn hins góðkunna finnska maestrós Osmos Vänskä. Bilin á milli erlendra heimsókna styttast sem sagt stöðugt, og rjúfa þær ekki aðeins tónmenningarlega einangrun landsins til muna, heldur veita þær einnig hljómlistarfólki okkar hollan samanburð og hvatn- ingu til frekari dáða. Þrátt fyrir þæfingsfærð var að- sóknin að fyrri af tvennum tón- leikum Lundúnafílharmóníunnar 18. og 19.desember mjög góð eða um 90%. Skárra væri það nú annars, miðað við örugga úrvalsstöðu LPO á heimsvísu, fyrir utan jafnóbrigðulan hlustendasegul og 5. píanókonsert Beethovens er telst með því klass- ískasta af öllu sem klassískt er. Hvað þá norska píanójöfurinn Leif Ove Andsnes. Sitt hvorum megin við hið sígilt vinsæla tónminnismerki Ludwigs var rómað strengjaverk brezka sin- fónistans Ralphs Vaughans Williams frá öndverðri 20. öld og 1. sinfónía lagrænasta snillings rússneskrar rómantíkur, þótt hvorugt heyrist oft af hérlendum hljómlistarpalli. Fantasían um stef eftir höfuðtón- skáld Breta á 16. öld, Thomas Tallis, er íhugul tónsmíð; þrungin niði alda þar sem tveir minni strengjahópar skiptast á um athyglina við stórsveit og vekja þáþrátt en angurvært sam- band við blóði drifna fortíð sem minnti sumpart á sögumótaðan sál- arrannsóknarfund í nærri annarlegt seiðandi túlkun Osmos og hljóm- sveitar. Langþekktasta verk kvöldsins, Keisarakonsert Beethovens, var flutt nokkuð útúrdúralaust en oftast bráðfallega. Sat mest eftir óviðjafn- anlega dreymandi miðþátturinn, er vísar fram á ljóðlínur Schillers í Ní- unni um ástríkan Föður handan stjörnutjalds. Andsnes notfærði sér hinn þegar eftirsótta ómkost Eld- borgar til að læðast stundum niður úr öllu valdi í styrk svo vakti hrísl- andi dulúðarspennu, þótt hvorki skorti kraft né snerpu í andríkum samleik hans við hljómsveitina í út- þáttum. Hin fyrsta af sex sinfóníum Tsjæ- kovskíjs, „Dagdraumar að vetri“ frá 1867 (fyrst prentuð 1874 eftir ítrek- aða endurskoðun), var ekki aðeins vel til fundin fyrir árstímann, heldur opinberaði þessi frekar sjaldheyrða tónsmíð líka ómælda lagræna og orkestrunarlega hæfileika höfundar þegar í upphafi ferils. LPO var þá komin í sitt ýtrasta ess, og átti það jafnt við íðilfagran tréblástur sem voldugt pjátur og ýmist hvíslandi, syngjandi eða hvassa stroktækni strengja á víðast mögulega styrk- rófi. Árangurinn var magnaður eftir því og uppskar standandi klapp að leikslokum. Morgunblaðið/Styrmir Kári Gæsahúð „Andsnes notfærði sér hinn þegar eftirsótta ómkost Eldborgar til að læðast stundum niður úr öllu valdi í styrk svo vakti hríslandi dulúðarspennu,“ segir m.a. í rýni um leik Leifs Ove Andsnes undir stjórn Osmos Vänskä. Angurvær dulúð og drama Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikarbbbbn Vaughan Williams: Tallis fantasía fyrir strengjasveit. Beethoven: Keisarakons- ertinn. Tsjækovskíj: Sinfónía nr. 1 í g. Leif Ove Andsnes píanó; Fílharmóníu- hljómsveit Lundúnaborgar. Stjórnandi: Osmo Vänskä. Fimmtudaginn 18. des- ember kl. 19:30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST saman. Útgangs- punktur Yrsu er svo sannarlega umfjöllunar virði og fléttur hennar vekja ýmsar sið- ferðilegar spurn- ingar. Hins vegar er útfærslan ekki í takt við hugsunina og sagan líður fyrir það. Þrenning er höfundi einkar hug- leikin í þessari bók og það má velta því fyrir sér hvort Yrsa hafi heilaga þrenningu í huga – föður, son og heilagan anda. Samskipti fólks eru einnig áberandi í frásögninni og sér- staklega er bent á erfiðleika í því sambandi. Þessar lýsingar þétta söguna en samt er lögreglumað- urinn Huldar óvenjulega mikil rola miðað við stöðuna sem hann gegnir. Hins vegar er mikið spunnið í sál- fræðinginn Freyju. Persónusköp- unin er reyndar svolítið í þessa veru. Þeir sem vinna saman eða eru sam- an eru eins og svart og hvítt. Þættir sögunnar koma úr ýmsum áttum og þótt þeir tengist á ákveð- inn hátt passa þeir ekki alltaf saman. Talnarunur, sem vissulega hafa mik- ið að segja með framgang sögunnar í huga, auka á flækjuna og á stundum eru þær fráhrindandi. Töluverð spenna færist í frásögnina undir lok- in og lausn gátunnar kemur á óvart en að sama skapi er hún ótrúverðug. Sama má segja um ýmislegt í að- dragandanum. Yrsa Sigurðardóttir veltirfyrir sér áhugaverðu efniog áleitnum spurningum íglæpasögunni DNA. Sag- an er spennandi á köflum og lýs- ingar hrottalegar en dæmið gengur ekki almennilega upp. Titill bókarinnar segir sitt og síð- an má láta hugann reika. Í formála er greint frá ættleiðingu og svo hefst frásögnin. Sagan gerist í Reykjavík á næsta ári, 2015, og eftir að hrylli- legt morð er framið gerast ýmsir viðbjóðslegir atburðir. Þræðirnir liggja víða og í lokin smella púslin Óvænt en ótrú- verðug endalok Spennusaga DNA bbbnn Eftir Yrsu Sigurðardóttur. Veröld, 2014. 380 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Takt „Útgangspunktur Yrsu er svo sannarlega umfjöllunar virði og fléttur hennar vekja ýmsar siðferði- legar spurningar. Fréttablaðið, J.S. DV, H.A. MBL, R.Ö.P. Opera Now Íslensku tónlistarverðlaunin 2013 Tónlistarviðburður og tónhöfundur ársins Gríman 2014 Sýning ársins Tónlist ársins Söngvari ársins, Elmar Gilbertsson Óperan Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson er vinsælasta íslenska óperan frá upphafi. Tryggðu þér þriggja diska útgáfu af þessu stórvirki íslenskrar tónlistarsögu. Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kór Íslensku óperunnar ásamt Þóru Einarsdóttur, Viðari Gunnarssyni, Elmari Gilbertssyni, Jóhanni Smára Sævarssyni, Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur, Hönnu Dóru Sturludóttur, Bergþóri Pálssyni, Ágústi Ólafssyni og Birni Ingiberg Jónssyni, undir stjórn Petri Sakari, hljómsveitarstjóra. Fæst í Hagkaup, Bónus, Eymundsson, Skífunni, Elko og 12Tónum facebook.com/ragnheiduropera AUKASÝNINGAR ÍSLENSKUÓPERUNNARÁ RAGNHEIÐI 27. OG 28. DESEMBER „Meistaraverk!“ Sigrún Eðvaldsdóttir, konsertmeistari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.