Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 14
eða án tilbrigða. Hún kemur fram í ýmislegum bragarháttum, jafhvel ein
og stök:
/ Þau Jón / og Gunn- / a gift- / a sig / í dag. /
/ vS / vS / vS / vS / vS /
Af þýddum fimm jamba kveðskap íslenzkum langar mig til að geta
sérstaklega um rúbajat-ferhenduna, sem einkum er kennd við þá Ómar
Kajam og Edward Fitzgerald. Þar ríma saman fyrsta, önnur og fjórða
lína, og stöku sinnum allar fjórar. Sem dæmi gríp ég vísu úr Rúbajat-þýð-
ingu Magnúsar Ásgeirssonar:
Við brauðhleif, fulla flösku og ljóðakver
í forsælu undir grein — við hlið á þér,
sem andar söng á öræfanna þögn,
er auðnin Paradís — sem nægir mér.
Þetta er býsna magnaður háttur, vegna þess hvemig ríminu er hagað. Á
fyrstu og annarri línu kemur rímið sem tvær bylgjur af þremur; þriðja
línan, sú rímlausa, verkar síðan líkt og útsog á undan þriðju bylgjunni,
sem að lokum dynur yfir með þeim mun meiri krafti, „síðust og mest“,
eins og þar stendur.
Upp af pentajambanum spmttu umfram allt ítölsku hættimir, sonnetta,
tersína, ottava og sestína.
Sonnetta er bragarháttur sem tekur til heils ljóðs. Hún er ætíð fjórtán
ljóðlínur, sem hver um sig er oftast fimm jambar. ítalska sonnettan, sem
kennd er við Petrarca, er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn er átthenda (eða
tvær ferhendur), þar sem saman ríma fyrsta, fjórða, fimmta og áttunda
lína, og með öðm rími önnur, þriðja, sjötta og sjöunda lína; eða eins og
þetta er einatt táknað: abba, abba. Síðari hlutinn er sexhenda (eða tvær
þríhendur), og þar ríma saman fyrsta og fjórða lína, önnur og fimmta
lína, og þriðja og sjötta lína, eða: cde, cde. Þó getur rímröð sexhendunnar
verið með öðru móti, t.d.: ccd, eed. í ítölsku sonnettunni kemur einatt
amfíbrakki í stað síðasta jamba línunnar, sem þá verður kvenlína, og
hrynjandin eins og:
12
TMM 1993:4