Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 112
að rota. Allt vill lagið hafa. Brýna áður en bitið er farið úr. Aldrei að vinna með bitlausu eggjárni. Leggja ekki of mikið fyrir. Skára lipurt (bls. 21). í Iok ljóðsins segir ljóðmælandi frá því, að löngu síðar á ævinni þar sem hann situr í dóm- arasæti, verður honum á að hugsa um menn sem flytja mál sitt af offorsi: „Ljótt er að sjá hann rota svona. Hefur hann ekki lært að brýna?“ Hér kemur glöggt fram að lengi býr að fyrstu gerð og eitt af því áhugaverðasta í Bemskumyndum er virðing fyrir lífsbjörginni og ýmsum gömlum dygðum sem því miður virðist á nokkru undan- haldi í neysluglöðu þjóðfélagi nútímans. Ljóðið „Dauði“ íjallar um slátrun lambanna á haustin. Því verki er lýst sem nokkurs konar helgiathöfn. Það hefst á þessum spámannlegu setningum: „Dauðinn var hluti daglegs lífs. Án hans varð ekki lifað“ (bls. 15). Skepnurnar voru deyddar ekki drepnar og „Á slögtunardeginum hvíldi hátíðarblær . . . Orðin skyldu og hæfa þeirri lotningu sem mönnum bar að sýna lífsbjörg- inni, lifandi sem dauðri." Þetta ljóð vekur upp ýmsar þarfar spurningar varðandi umfjöllun um dauðann í samfélagi nútímans. í dag er dauðinn að verða feimnismál en ekki lengur eðlilegur hluti lífsins eins og fyrir hálfri öld. Mörg ljóðanna í Bemskumyndum lýsa þroska sem ljóðmælandinn öðlast í glímu við ýmis siðferðileg vandamál. Ljóðið „Sandmaðkur“ lýsir ljúfsárri endurminningu úr bernsku. Þar segir frá því er hann grefur sandmaðk í beitu og vill ólmur komast á sjó með föður sínum þegar hann kemur heim úr vinnunni. Þegar faðir hans segir að það sé ekki sjóveður verður hann svo sár og reiður að hann hendir maðkaboxinu í sjóinn og nagar sig svo í handarbökin daginn eftir þegar blíðviðri er og faðir hans býður honum á sjó með sér. Þetta er sígilt dæmi um viðbrögð barns sem fær ekki vilja sínum fram- gengt og grípur til vanhugsaðra aðgerða sem koma því sjálfu í koll. í ljóðinu „Hrafnar" segir frá þeim átakanlega atburði þegar hrafnar drepa tvö nýfædd lömb fyrir ungum fjáreiganda, raunar fyrstu lömbin sem Finnur eignast. Hann kemur aðeins of seint á vettvang og aðkoman er ekki falleg: Tveir hrafnar voru á vappi í kringum ána, benmávar. Lafmóður kom ég þar að sem Drífa mín stóð með hildirnar lafandi yfir tveimur lömbum. Þau lágu á hlíðinni (svo), hálfköruð með gapandi augntóttir, fjárstofn minn andvana. Kvíðajarmur í ánni, sultar- krunk í hröfnunum tveimur álengdar. Ég bar lífvana lömbin mín heim með ána á hælum mér. Geigurinn var orðinn að heift- arfullu hatri. Ég sór í huga mér að þennan fugl skyldi ég drepa, drepa drepa drepa, hvar og hvenær sem ég næði til hans (bls. 38). í ljóðinu „Ódæði“ er hinni grimmilegu hefnd lýst er Finnur ásamt tveimur öðrum strákum grýtir hrafnshreiðrið og drepur ungana til að svala óslökkvandi hefndarþorsta sínum. Þetta „ódæði“ gleymist ekki eins og segir í ljóðinu: „Undir niðri kvikar ódæðið, kemur sjaldan upp“ (bls.39). Þessi tvö síðastnefndu ljóð vekja til umhugsunar um eðli grimmdar og ofbeldis. Sá sem lætur stjómast af hefndarhug, fremur verknað sem hann getur ekki aftur tekið og kvelst af samviskubiti alla ævi. Það er því of- beldismaðurinn sem þarfnast mestrar vorkunn- ar þegar allt kemur til alls. Út úr þessum ljóðum má lesa þann boðskap að æðsta dygðin sé að stjóma skapi sínu, þótt erfitt sé að sætta sig við að vargfugl ríft í sig fjárstofn manns. Bernskumyndir er áhugaverð bók fyrir margra hluta sakir. Hún veitir innsýn inn í veröld sem var. Höfundur lýsir harðri lífsbaráttu og nægjusemi liðinna kynslóða, seiglu þeirra og nýtni. Virðing var borin fyrir lífinu og lífsbjörg- inni sem sést t.a.m. á því hvemig lömbum var slagtað á haustin og hvernig gömul mjólkurkýr er kvödd eftir dygga þjónustu (sbr.,, Kýrin leidd úr fjósi“). Hinu er ekki að leyna að afstaða fólks til hlutanna afmarkast fyrst og fremst af því hvort þeir nýtist til framfærslu eða ekki. Það fer ekki mikið fyrir fagurfræðilegum vangaveltum eða andlegheitum — aðaláherslan er á afkom- unni. Það virðast helst vera ömmurnar sem sjá um að miðla menningararfmum til afkomend- anna, hvort sem það er trúararfurinn eða bók- menntimar. Og það er ekki nema hálf öld síðan þetta var og það er ekki nema von að Finnur Torft spyiji þegar hann reikar um æskuslóðimar í dag þar sem áður var blómleg byggð: „Ættin 110 TMM 1993:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.