Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 65
og arabískum, og hver sinn texta, en undarlega hljómar þetta allt vel saman. Ein svakablaka vindur sér að henni og segir: — Hvað rímar við leður? Hún hlær svakalega, kætist öll og svarar að bragði með annarri gátu: — Það rímar við svuntu, þú raka svakablaka. Hann hlær við með lampaglampa í auga og stórt vasaglas lyftist úr vasa að vörum. Hún teygir litlu dömuloppuna sína biðjandi í átt að fleygnum, en vinurinn hikar, lítur á Ugluna í hlýðinni spum. Uglan hristir þungbrýn haus og teygir væng í átt að vegg þeim er gegnt stendur vindauganu. Þær fljúga að veggnum og hverfa þar með hvin ein af annarri. Stúlkan undrast, því svo er sem þær hverfi í milli þétthlaðinna grjóthnullunganna, þar sem ekki kemst hár á milli. Síðust fer Uglan. — Þetta er öldungis óskiljanlegt, enda er ég enginn öldungur, tautar stúlkan í skilningsvana æsku sinni. Hún þreifar gjörvallan vegginn, uppúr og niðrúr, sárspæld að missa samstundis svo góða söngvara. Finnur þar loks þykkan vef risadording- uls, og við nánari athugun sér hún þar er átthyrnd smuga. — Fyrirgefðu vinkona ég verð að rjúfa það sem þú lokar gatinu þínu með, segir hún við hina blómlegu kónguló. Sér hún þá, er hún gægist í smugu, langt í burt eins og í þoku bjartan sal og allt ljómandi, eins og sæi á silfur og gull. Margar myndir í skínandi klæðum bæra sig til og frá. — Er þá hið átthyrnda gat gleðinnar dyr? spyr stúlkan kóngulóna sem er tekin til við að vefa á ný og svarar öngvu. Hún starir tímunum saman á þessa dýrð, og ímyndar sér hver af verunum sé hennar blaka. Ég skal vera bí bí, hugsar hún og tístir í henni. En þá verður sky ndilega dimmt yfir dýrðinni svo hún sest niður og hugsar sem ákafast hvað sé eiginlega að ske? En enginn fæst botn í það. Áður en næst ber til tíðinda í turnherberginu finnur stúlkan eitthvað hljóðlátt nálgast eins og fyrirboða, og rís guggin og svefnlaus upp í rúmi sínu. Nemur hún nú leðurblökulykt, heyrir húðvængjaþyt, kemur þá leðurblaka úr vegg, svo önnur og allur hópurinn — síðust Uglan. Sem þær sjái hana ekki fljúga þær framhjá, djúpdrukknar, fordæmdar á svip og lostnar einhverri óumræðilegri skelfingu hverfa þær út um vind- augað. Og verður stúlkunni ekki um sel. Hvílíkan kvalastað stefna þær á með þennan svip, hugsar stúlkan. Er Uglan þá vond? Er hún illdóms- TMM 1993:4 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.