Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 51

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 51
freistinguna að árétta hugmynd hér og þar, strika út setningu og stinga inn annarri. Konunni sem hefur undanfarin tvö ár séð um að gefa bækurnar mínar út á tékknesku finnst alveg sjálfsagt að taka mið af frönsku útgáfunni. Þegar ég geng frá tékkneska textanum handa henni ber ég hann saman við frönsku þýðinguna og bæti inn í hann síðari tíma smábreytingum. Þannig geta menn auðveldlega skilið reiði mína þegar ég komst nýverið að því að bækur mínar hefðu í nokkrum Asíulöndum, og að mér for- spurðum, verið þýddar upp úr amerískum þýðingum! Þegar kínverskur útgefandi og amerískur háskólamaður þykjast ekki vita hvað Frakkland skiptir miklu máli í verkum mínum, er þá fáfræði um að kenna? Eða einhverju öðru? Á ferðalögum mínum um heiminn heyri ég alls staðar sama viðkvæð- ið:, ,Franskar bókmenntir? Þær skipta engu máli lengur." Menn hugsa eflaust að þetta sé bara eins og hver önnur vitleysa. En það sem veldur því að þetta er ærið mikilvæg vitleysa, er ánægjutónninn sem fylgir setn- ingunni. Því hatur á Frökkum er staðreynd. Það er lágkúra sem verður vart um allan heim sem byggist á löngun manna til að hefna fyrir þá yfirburði sem frönsk menn- ing hafði um árhundruð. Eða er þarna ef til vill, þegar komið er út fyrir okkar heims- álfu, um nokkurs konar afneitun á Evrópu að ræða? Mér finnst þetta hrokafulla Frakkahatur móðgun við mig persónulega, rétt eins og mér sárnaði hroki stórþjóðanna í garð smáþjóðar eins og þeirrar sem ég á rætur að rekja til. Afsakaðu, lesandi góður, ef ég gerist nú heldur tilfinningasamur. Þegar ég lauk við Kveðjuvalsinn árið 1971 var ég þess fullviss að nú væri rithöfunda- ferill minn á enda. Þetta var á þeim árum þegar Bæheimur var hemuminn af Rúss- um, á erfiðasta tímabilinu í lífi mínu. Ég gleymi því aldrei að á þeim tíma vom Frakkar þeir einu sem sýndu mér stuðning. Claude Gallimard var sífellt að heimsækja veslings rithöfundinn í Prag sem ætlaði að hætta að skrifa. Árum saman voru engin önnur bréf í póstkassanum mínum en bréf frá vinum mínum í Frakklandi. Það var fyrir þrýsting þeirra og elskulegar fortölur sem ég afréð loks að flytjast úr landi. í Frakklandi varð ég fyrir þeirri ógleyman- legu reynslu að finnast ég hafa endurfæðst. Eftir sex ára hlé fór ég síðan smátt og smátt aftur að fást við að skrifa. Á þessum tíma sagði konan mín aftur og aftur: „Frakkland, það er þitt annað fæðingarland“. Friðrik Rafnsson þýddi Þessar þrjár greinar birtust í bókakálfi franska stór- blaðsins Le Monde þann 24. september síðastliðinn. Tilefnið var útkoma nýjustu bókar Kundera, greina- safnsins Hinar sviknu erfðaskrár. I aðfaraorðum að þessum þremur stuttu textum segir Josyane Savign- eau m.a.: „Milan Kundera hefurekki veitt blaðavið- töl frá því árið 1985. Það ár rakst hann í bandarísku dagblaði á viðtal sem sagt var vera við hann, en var í rauninni aðeins rangfærslur og útúrsnúningar. Þá sór hann þess dýran eið að veita blaðamönnum aldrei viðtal framar. Flestir rithöfundar kannast vel við rangfærslur sem þessar. Margir blaðamenn stunda það að lesa ekki bækur höfunda sem þeir ræða við, heldur láta sér nægja greinar um höfundana eftir aðra blaðamenn með þeim afleiðingum að upp koma næsta fáránlegar aðstæður. Blaðamenn spyrjaþannig ekki út frá bókum höfunda, heldur öðrum viðtölum við aðra blaðamenn. Með öðrum orðum, út frá röng- um forsendum. Sumir höfundar bregðast við þessu með því að gera grín að blaðamönnum, rugla þá í ríminu. Aðrir, eins og Philip Roth, sýna blaðamönnum stórkostlega TMM 1993:4 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.