Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 7
til vill kallast óþarfir; enda augljóst að t.d. kórjamba má leysa upp í tróka
og jamba, þó að hagræði þyki að honum í umfjöllun um brag.
Elztir þeirra hátta, sem hér um ræðir, munu vera hellensku hættirnir, sem
ýmist eru komnir frá fomgrísku skáldunum sjálfum, Hómer, Saffó,
Alkajosi og fleirum, eða frá skáldum Rómverja, og þá einkum Hórasi,
sem hældi sér af því að hafa gróðursett hellenskan brag í latneskum
ljóðskap.
Nú er þess að geta, að á íslenzku hefur þessum fomu bragarháttum
reitt af með ýmsu móti. Til dæmis vom þeir allir órímaðir á fommálun-
um. Hrynjandin markaðist af mismunandi hljóðlengd atkvæðanna, sem
á nútíma-málum kemur fram sem missterkar áherzlur í ljóði. En svo rík
hefur rímhneigðin verið með íslendingum, og raunar fleimm, að upp
hefur komið endarím á háttum þessum, jafnvel þótt um sé að ræða þýdd
fomljóð. Um þetta atriði hefur reyndar gengið á ýmsu. Hins vegar veit
ég ekki um neinn þýðanda, sem hefur ekki Ijóðstafað þýddan kveðskap
á klassískum háttum, ýmist með stuðlum og höfuðstaf eða stuðlunum
einum.
Sá háttur, sem einkum hefur verið kenndur við Hómer, kallast daktílskt
hexametur. Það tekur til aðeins einnar ljóðlínu, en með tilbrigðum þó.
Heiti bragarins, hexametur (sem gæti e.t.v. kallazt sjöttarbragur) kemur
af því, að Ijóðlína þessi er gerð úr sex bragliðum, þ.e.a.s. fimm daktílum
og einum tróka í lokin:
/Þórarinn,/Guðmundur /Grímsson og /Gunnfríður,/Sigrún og /Helga./
/Svv /Svv /Svv /Svv /Svv /Sv /
En tilbrigði geta orðið með því móti, að í stað eins eða fleiri daktfla komi
spondi, sem engu síður hefur orðið tróki á íslenzku hexametri. Þó er 5.
bragliður ævinlega daktfli:
/Jón Páll,/Guðmundur /Grímsson og /Gunnlaug,/Sigrún og /Helga./
/SS /Svv /Svv /Sv /Svv /Sv /
Þama er spondi (Jón Páll) kominn í fyrsta braglið, og tróki (Gunnlaug)
í þann fjórða.
TMM 1993:4
5