Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 93
Guðbergur Bergsson Sæmundur fróði hinn nýi reiðir selinn til höggs gegn bókinni Þeim sem er nauðsyn að vaða í villu væri hollast að velja sína eigin, því í villum manns sjálfs er visst heiðarlegt sakleysi eða óvitaskapur, en tileinki menn sér villur ann- arra verður úr því fláræði, einkum ef sá sem gerir það lætur sem þær séu réttur vegur hans. Ef þetta hendir gagnrýnanda í starfi og það, að vit hans taki túra, þá verður hvorki hann né það lífvænlegt, heldur litt- eratúraskítur. Heilrœði Veikleiki menningar samtímans Á síðustu áratugum hefur flestu farið hnignandi með fínlegum hætti í íslenska samfélaginu. Jafnvel hávaðamenn, með bijóstvitið og samviskuna að leiðarljósi í menningar- og verkalýðsmálum, eru hættir að láta að sér kveða. Hinir lærðu hafa hrak- ið þá með „við vitum betur“ inn í athafna- leysi eða minnimáttarkennd eða þeim hefur verið holað niður á kurteisan hátt í kerfinu. Þar fá þeir brauð sitt af að mala í sífellu undir því yfirskini að þeir séu á vissan hátt sérfræðingar og afgreiða blíðir sjálfsögð mál eins og konur við kassann í kjörbúðum sem segja: „Góðan dag“ eftir skipun frá búðareigandanum. Erfitt er að gefa fullgilda skýringu á því fyrirbrigði sem maðurinn er eða hvemig hann bregst við vandanum sem hann skapar sér sjálfur með hegðun sinni. Hitt er víst að jafnvel áður en ríkiskommúnisminn læstist inni í jámbentu gildismati sínu og glám- skyggni hinna vitm reið honum að fullu og iðnaðaræðið rann af auðvaldinu sem hafði lofsungið það allt frá iðnbyltingunni, fóm hnignunareinkennin að láta sem þau væm sönn lífsorka. Hávæmstu áhrifahópamir núna eru lítt megnuga kvennahreyfingin og ámóta gagnslitla hagfræðistefnan. Þau eiga það sameiginlegt að rembast við að berja þeirri trú inn í höfuðið á fólki, að inn- kaupataskan og þeir sem halda á henni séu eina rétta leiðarljós mannkynsins. Flest dregur orðið dám af boðskapnum og þröngri hyggju hans, sem er ekki undravert, ríkiskommúnisminn og iðnaðaræðið urðu til þess að menntamenn þorðu ekki að hugsa á þann sjálfstæða hátt sem evrópsk hugsun byggðist á eftir að kristnin var tekin ofan á fom-grískt fijálslyndi. Nú er svo komið að kristin trú hefur tekið á sig ein- kenni kvennaguðfræði, sem brýtur heilann um svipað efni og þegar fyrsta alvarlega hnignunarskeið hennar hófst og vitmstu trúfræðingar í Byzansinum deildu hart um kynferði englanna. Sumir héldu því fram með rökum að englamir væm kvenkyns, aðrir höfðu fyrir satt að þeir væm karlkyns. Loks var sæst á samruna kynjanna, í kirkju- TMM 1993:4 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.