Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 78
um (á það ekki síst við um ýmsar hræringar
sem kenndar eru við póststrúktúralisma, en
hugtakið „textatengsl" er einmitt sprottið
upp úr honum). Jafnframt hefur þýðinga-
fræði mjög sótt í sig veðrið sem lykilgrein
samanburðarbókmennta.3
Vart mun ofsagt að ein meginástæða
þeirrar kreppu sem yfir greinina gekk hafi
falist í þeim ógöngum sem áhrifarýni rataði
í á öld frumleika og tortryggni. Sú hugsun
hafði sótt í sig veðrið að áhrif minnki þann
sem fyrir þeim verður, nema haga megi
samanburðinum þannig að eftirkomandinn
njóti mjög góðs af stærð „föðurins“ eða
standi á einhvem hátt á öxlum hans. Ljóst
er að umfjallendur, ekki síst höfundarnir
sjálfir, geta mótað viðtöku verka með
áhrifatali — þeir setja verkin í ákveðið
samhengi fyrir aðra með því að nefna höf-
unda sem hafi mótað þá að einhveiju leyti.
En er líklegt að treysta megi orðum höfund-
ar um raunverulega áhrifavalda þegar
frumleiki hans er í veði?
Samhliða þessu verður ljóst að sjálfsvit-
und um sköpun og glímu við eldri verk (við
hefðina) vex með nútímabókmenntum og
er iðulega mjög innbyggð í skáldskapinn
sjálfan. Oft er óljóst hvaða merkingu skuli
leggja í „áhrif ‘ ef þau byggjast á togstreitu
fremur en samsemd. Það er tímanna tákn að
tilþrifamestu hugmyndir um „áhrif* sem
fram hafa komið hin síðari ár skuli vera
kenningar bandaríska bókmenntafræðings-
ins Harolds Bloom um óttann við áhrif.
Bloom segir í upphafi bókar sinnar The
Anxiety of Influence að sögu ljóðlistar sé
ekki hægt að skilja frá Ijóðlistaráhrifum,
því að „sterk skáld mynda þá sögu með því
að mislesa hvert annað til þess að búa sjálf-
um sér sköpunarrými."4 Stórskáld komast
semsagt ekki hjá því að glíma við fyrirferð-
armikla forfeður sína, en með því að „mis-
skilja“ þá, þ.e. túlka, endurskoða og
„leiðrétta" þá á skapandi hátt, lánast hinum
síðbornu að öðlast sess í ættartré skáldskap-
arsögunnar.
Kenningar Blooms kunna að eiga við um
sambönd vissra höfunda en slík innbyrðis
átök einstakra stórskálda veita okkur afar
þröngt sjónarhom á sögu bókmenntanna.
Skáldskapur nærist ekki síst á fjölbrey tileg-
um samböndum texta úr fortíð og nútíð (og
reyndar alls ekki skáldskapartexta einna).
Nútímaskáldskapur dregur, sem fyrr segir,
oft litla dul á tengsl sín við hina ýmsu texta
og á þetta við um ýmis tímamótaverk
módernismans, eins og Eyðilandið eftir
T.S. Eliot, Cantos-bá\k Ezra Pounds og
Ulysses (Ódysseif) eftir James Joyce.
Mörgum þótti Eliot ganga út í öfgar með
76
TMM 1993:4