Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 46
og þessa opinberu staði sem helgaðir eru augnablikinu og sveiflum frá degi til dags. Allsstaðar þar sem byggingarmeistarinn er settur til hliðar, en Schauspieler hafínn til vegs og virðingar, breytist allt, þar á meðal stjórnmálin, menningarlífið, í sýningar og Schauspieler verður allsstaðar alsráðandi. Schauspieler hefur töglin og hagldimar og því sviðsetur hann raunveruleikann sem myndaröð, fólk er í sambandi við raunveru- leika sjónvarpsskjásins og það hættir smám saman að gera greinarmun á raunvemleik- anum og þeirri mynd sem er dregin upp af honum. Myndin birtist þannig sem raun- veruleikinn sjálfur og raunveruleikinn verður ekki áþreifanlegur fyrr en búið er að draga upp mynd af honum og matreiða hann fyrir áhorfendur sem skemmtun. Sýndarmennskan verður óhjákvæmilega regla númer eitt allsstaðar þar sem bygg- ingarmeistarinn er settur til hliðar og Schau- spieler sölsar sæti hans undir sig. Einungis sá sem kemur fram og kemur daglega fram opinberlega ereitthvað: strax og hann hætt- ir að sýna sig hættir hann að vera til og hverfur. Nú á tímum er það ekki maðurinn sem slíkur sem máli skiptir, heldur, eins og sagt er í dag, ímynd hans. Maðurinn er ímynd og ímyndin mótar manninn. Opin- bert líf er hringleikahús þar sem ýmiskonar Schauspieler á ýmsum aldri eltast við eigin ímyndir. Allt sitt líf eru þeir á sífelldum þönum við að byggja upp ímynd sína, laga ímyndina, hressa upp á hana, til að ná sem bestu sæti í keppninni um vinsældir. Allir Schauspieler, hvort sem þeir em söngvarar, hnefaleikakappar, tennisleikarar eða stjóm- málamenn, berjast linnulaust fyrir því að halda vinsældum og svífast einskis til þess að halda sæti sínu á vinsældalistanum. Sá sem nær að hanga lengst á listanum góða telst vera mikilvœgur og telur sig hátt yfir aðra hafinn. Þeir sem ná mestri hylli al- mennings eru taldir vera toppamir á menn- ingu samtímans og fyrir það vekja þeir ómælda aðdáun, það er litið á þá sem hetjur og þeir njóta ámóta virðingar og stjömumar í samtímanum. Schauspieler er persónugervingur „enda- loka sögunnar". Eðli hans er að herma eftir. Schauspieler endurgerir, sviðsetur, setur upp, skipuleggur og framkvæmir í smáum stíl það sem samtíminn, „endalok sögunn- ar“, skipuleggur í stórum stfl. „Endalok sögunnar“ er endurgerð í stórum stfl og gríðarleg framleiðsla hreinna aukaatriða. Það er komið að lokum sögunnar, sagan er komin að fótum fram, hún er örþreytt, hún er svo dauðuppgefin að nú getur hún aðeins hermt eftir því sem hefur þegar verið hermt eftir, því að það er úr henni allur sköpunarkraftur. Framleiðendur nútíma- þæginda og velferðar eru á sama tíma þeir sem sjá um að framfylgja „endalokum sög- unnar“. En þeir sem óafvitandi eru að hrinda „endalokum sögunnar" í fram- kvæmd eru um leið grafarar þessara enda- loka og þar með, skulum við vona, óafvitandi þeir sem eru að leggja grunninn að enn einu upphafi. Friðrik Rafiisson þýddi með leyfi höfunda. Karel Kosik fæddist í Tékkóslóvakíu árið 1926. Hann er úr verkamannafjölskyldu og gekk strax sem unglingur í andspymu- hreyfingu Tékka gegn hemámi nasista. Eft- ir seinni heimsstyrjöldina lauk hann námi í heimspeki. Hann varð meðlimur heim- spekistofnunarinnar við Vísindaakademí- una í Prag og kenndi heimspeki við Karlsháskólann í sömu borg. J 44 TMM 1993:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.