Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 66
fugl? Hún finnur engin svör við þessu í turnherberginu sem er prísund hennar. Þegar dagai kemur Ugla heim, lítur ekki við stúlkunni, yrðir ekki á hana, heldur fer strax að sofa í horni sínu. Minnug orða Uglunnar þorir stúlkan ekki að láta á sér kræla, heldur sest við gluggann og horfir og horfir í loftið. Lætur sig dreyma í dagsbirtuna. Svo ógnarhátt er hún uppi að ekki sér hún til jarðar, heldur aðeins loftið og ólgusjóinn, guð minn góður, engin jarðtenging, þetta er geðveiki líkast, þetta er þá geðveikin sjálf, hugsar stúlkan og líst ekki á blikumar. Og engar hefur hún hann- yrðirnar að dunda sér við. Þegar hana svengir borðar hún tilreidda eplarétti, hundleið en södd. Fljótlega syfjar hana, svo hún leggur litla dömukroppinn sinn í rúmið, sussar á fætur sína og klof, þótt það vilji ekkert við hana segja, breiðir yfir allt saman og upp fyrir höfuð klósótta sængina. Á hana sækja leðurblökulagaðir skýjabólstradraumar. Hún vaknar um hádegið allsendis lystarlaus. Heyrir Ugluna hrjóta og man hvar hún er. Þorir ekki að líta í áttina til hennar, smeygir dúfurassi upp á gluggasylluna og reynir að una sér við að horfa í loftið og sjóinn. Fljótlega fríkar hún út á vatnskenndu formleysi skýja og sjávar, og hörfar aftur inn, og sér ekkert nema Ugluna sem hún óttast. Það hryglir við það í illfyglinu, og það er eins og annað augað opnist þegar hún hoppar niður úr syllunni. Friðsæl hrotuhviða innsiglar augað aftur, guði sé lof, svo stúlkan læðist fram hjá og sest í rúmið sitt, hallar sér aftur á mjúkan stóran koddann með brekánið upp á bringu, dregur hné að höku og þorir ekki að líta í átt til Uglunnar. — Renni, renni rekkja mín, segir stúlkan lágt á varamáli, en ekkert gerist. Það mátti reyna. Hún lítur varlega í átt til Uglunnar sem snýr öll að henni. — Rugluð Ugla, segir hún varlega á varamáli, kolmglaður Uglufugl. Svo illa er komið fyrir þessari blíðu ungu stúlku að allur heimurinn er þessi fugl. Það sækja á hana heiftarlegir Ugluórar. Hún veit ekki nema þessi víkingafugl sé löngu glötuð móðir hennar. — Þetta er öllum öðrum að kenna, segir hún lágt, og tekur fyrir munn sér, því við þessa lygi bærist fjöður á alltheyrandi Uglueyra. — Sjónum, fjörunni, pabba, steinunum, helvítis þanginu og þaranum, kræklingunum, hugsar hún og andvarpar ógurlega. Hún hringir með eplinu í Stígamót og fær greið svör. 64 TMM 1993:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.