Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 110
tregalög um horfinn heim sem aldrei kemur aftur, tregalög yfir horfnum tækifærum. En þessi forgengileikasýn á þar með á hættu að verða lamandi, að verða að einskonar „lamento“-söng þess sem horfir í svart ginn- ungargapið og finnst sem allar leiðir séu ófærar. Slík lömun er reyndar ekki óeðlileg afleiðing þess að sjá aðeins vonina fólgna í heimsendin- um, við slíkar aðstæður er eiginlega ekkert hægt að gera nema að bíða. Kraftur hinna uppbyggj- andi þátta er því frystur og möguleikinn sem felst í lífhugsuninni, möguleiki sem er í raun og veru frelsandi sé hann skilinn ekki aðeins sem leikur heldur sem alvarleg tilraun til að skapa nýja hugsunarvídd, er þar með eiginlega tekinn úr sambandi. Þetta er eins og áður sagði alls ekki tilfellið í öllum sögunum, en nokkrar þeirra, t.d. „Undir súð“, líkjast einna mest þeysireið um lendur dauðans þar sem eiginleg von um útgöngu er aðeins fólgin í eyðingu þess sem var og óljósri hugmynd um hið nýja. I mörgum þessara sagna eru einnig sterk tengsl ástar og dauða. Þær birta þrá eftir einhverjum til að elska sem síðan er hrifinn á brott og eftir stendur djúpur tregi yfir aðskilnaðinum, yfir honum hvflir mara myrkurs og moldar. Þessar sögur eru fallegar en um leið eru þær merktar forgengileikanum á mjög átakanlegan hátt og sýna að elskendumir ná ekki saman fyrr en þeir hafa báðir breyst í efni, em orðnir að mold sem elur af sér tré, tré sem em ígildi manna. Þannig er ástin einnig merkt þessum endalokastemn- ingum, einnig hún er aðeins möguleg sem von eftir dauðann. En þessi dauðahugsun hefur einnig sínar húmorísku hliðar eins og sjá má í sögunni „Jarðsími", sem er óborganlega fyndin og skemmtilegar útfærslur em einnig í sögunni „Leiðin“, þar sem maðkatínslumenn verða að draugum sem em að ráða leynilæsinguna á leið- unum. Þessi húmor Gyrðis er alltaf skemmti- lega hryssingslegur og líkist kannski helst því að heyra fyndna hryglu frá líki, samsláttur skops og skelfingar er alger sérgrein hans í bókmenntum samtímans. Hvort sem við trúum þannig að skáldskapur Gyrðis megni að skapa nýjan veruleikaskilning eða ekki, þá er ljóst að í verkum sínum frá síðustu fjómm ámm hefur hann kannað afar athyglisvert svið í heimssýn okkar og náð að bregða á það óvæntri birtu. Með Tregahorninu er líkt og hringnum sé lokað, að orðin „ENDIR“ í lok bókarinnar vísi í senn til þess heimsendis sem áður var fjallað um og endis þeirrar myndar sem lífheimshugsunin hefur tekið á sig í verk- um hans. Hér að framan hefur hvað eftir annað verið greint frá takmörkum: endamörkum í stfl, formbyggingu og hugsun sem síðan kallast á við heimsendinn. Þó svo að samsvaranir alls í alheiminum séu þannig enn ráðandi þáttur og nái óneitanlega að verða að trúverðugum mögu- leika, er um leið eins og átökin við nútímann og heim tækninnar séu að sliga þennan lífheim. Eftir standi dökk sýn sem bregður í fullri alvöru upp heimsendinum sem útleið, dapurlegri en ef til vill óhjákvæmilegri leið út úr ógöngunum. Þannig bíður heimurinn eftir því að bifast aftur og einhver nýr Nikulás Klím eftir að láta sig hverfa ofan um helli, djúpt niður í heit iður þessarar jarðar þar sem innyfli hennar velkjast um í risavaxinni bendu. En þar sem hann situr og bíður er hugur hans fylltur af djúpum trega sem sprettur af því að hann getur aðeins beðið, það er líkt og dimmt ský hafi komið yfir hann og lamað getuna til að standa upp og ganga inn í lífheiminn, frjáls og óáreittur. Kristján B. Jónasson Hvað verður um ættina þína og mína? Finnur Torfi Hjörleifsson: Bemskumyndir . Mál og menning 1993, 51 s. Það er engan veginn einfalt mál að flokka bók- menntaverk á borð við Bemskumyndir. Erum við með ljóðabók eða smásagnakver í höndun- um? Verkið hefst á ljóði og því lýkur á ljóði en samanstendur að öðru leyti af 35 óbundnum textum sem geta kallast prósaljóð ef menn kjósa að flokka það svo. Hinu er samt ekki að leyna að prósi Finns Torfa er ekki borinn uppi af ljóðrænum eiginleikum (þó um bemskuminn- ingar sé að ræða sem oft eru í eðli sínu „ljóð- rænar") heldur hverfast textarnir einatt um eitt tiltekið atvik sem síðan er lagt út af. Þetta þýðir með öðrum orðum að bygging textans stendur oftast nær smásögu en ljóði. Vegna þess hve stuttir textarnir eru, enginn þeirra er lengri en 108 TMM 1993:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.