Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 19
hefðu að formi til getað komið fyrir hjá Jónasi. En fjórar eru á vissan hátt
utan við íslenzka ljóðhefð um hrynjandi, og þó þannig, að brageyra
áheyrandans á ekki að vera ofætlan að heyra reglulega fimm jamba veita
þeim samfylgd á n.k. kontrapunktalan hátt, ef svo mætti saman líkja.
Hér skal í leiðinni drepið á alexandrínsku Ijóðlínuna svo nefndu, sem
mjög tíðkast í frönskum kveðskap á 16. öld og síðar, ekki sízt leikritum,
svo sem hjá Comeille, Racine og Moliére. Lína þessi er sex jambar með
rof í miðju; en í stað sjötta jambans kom oft amfíbrakki:
/ vS / vS / vS /1 / vS/ vS / vSv /
Slíkar línur eru einatt bundnar saman með rími tvær og tvær, og koma
þá til skiptis karlrímaðar og kvenrímaðar tvíhendur: aa,bb.
Síra Helgi Hálfdanarson prestaskólastjóri þýddi m.a. sálm eftir Jo-
hannes Heerman, þar sem hátturinn er dæmigerð alexandrína. Fyrsta
versið er á þessa leið:
O, mikli, mildi Guð,
sem miðlar gæðum öllum
og veitir oss það allt,
vort eigið sem vér köllum,
gef þú mér hjarta hreint
og helga dagfar mitt
svo hegðun mín og mál
æ mikli nafnið þitt.
Þarna stuðlar Helgi eðlilega samkvæmt því, að línan falli í tvo hluta um
rofið.
Sérkennilegir eru þeir bragarhættir, ef bragarhætti skyldi kalla, sem
iðkaðir hafa verið í Japan öldum saman, og kallast tanka og hœka. í tönku
skipast 31 atkvæði reglulega í 5 Ijóðlínur: 5, 7, 5, 7 og 7 atkvæði í línu.
Þar er hvorki rím né háttföst braghrynjandi. Segja má að hæka sé þrjár
fyrri línur í tönku, 17 atkvæði: 5, 7 og 5 atkvæði í línu. Bæði tönkur og
hækur eru ortar sem stökur. Nokkuð hefur verið þýtt eða stælt á íslenzku
af þess háttar japönskum stökum.
Sem dæmi um tönku má nefna stökuna um kirsiblómið:
TMM 1993:4
17