Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Side 19

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Side 19
hefðu að formi til getað komið fyrir hjá Jónasi. En fjórar eru á vissan hátt utan við íslenzka ljóðhefð um hrynjandi, og þó þannig, að brageyra áheyrandans á ekki að vera ofætlan að heyra reglulega fimm jamba veita þeim samfylgd á n.k. kontrapunktalan hátt, ef svo mætti saman líkja. Hér skal í leiðinni drepið á alexandrínsku Ijóðlínuna svo nefndu, sem mjög tíðkast í frönskum kveðskap á 16. öld og síðar, ekki sízt leikritum, svo sem hjá Comeille, Racine og Moliére. Lína þessi er sex jambar með rof í miðju; en í stað sjötta jambans kom oft amfíbrakki: / vS / vS / vS /1 / vS/ vS / vSv / Slíkar línur eru einatt bundnar saman með rími tvær og tvær, og koma þá til skiptis karlrímaðar og kvenrímaðar tvíhendur: aa,bb. Síra Helgi Hálfdanarson prestaskólastjóri þýddi m.a. sálm eftir Jo- hannes Heerman, þar sem hátturinn er dæmigerð alexandrína. Fyrsta versið er á þessa leið: O, mikli, mildi Guð, sem miðlar gæðum öllum og veitir oss það allt, vort eigið sem vér köllum, gef þú mér hjarta hreint og helga dagfar mitt svo hegðun mín og mál æ mikli nafnið þitt. Þarna stuðlar Helgi eðlilega samkvæmt því, að línan falli í tvo hluta um rofið. Sérkennilegir eru þeir bragarhættir, ef bragarhætti skyldi kalla, sem iðkaðir hafa verið í Japan öldum saman, og kallast tanka og hœka. í tönku skipast 31 atkvæði reglulega í 5 Ijóðlínur: 5, 7, 5, 7 og 7 atkvæði í línu. Þar er hvorki rím né háttföst braghrynjandi. Segja má að hæka sé þrjár fyrri línur í tönku, 17 atkvæði: 5, 7 og 5 atkvæði í línu. Bæði tönkur og hækur eru ortar sem stökur. Nokkuð hefur verið þýtt eða stælt á íslenzku af þess háttar japönskum stökum. Sem dæmi um tönku má nefna stökuna um kirsiblómið: TMM 1993:4 17
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.