Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 105
Ritdómar Fegurð heimsins mun hverfa Gyrðir Elíasson: Tregahornið. Mál og menning 1993. 104 bls. í sögunni um Nikulás Klím eftir Ludvig Hol- berg verður söguhetjan fyrir því óhappi þegar hún er að síga ofan í djúpan og dularfullan helli, hátt uppi í ijöllum Noregs, að vaðurinn sem hún dinglar í slitnar og hún fellur ofan í tómið, ofan í annað sólkerfi sem býr í iðrum jarðarinnar og er spegilmynd þess ytra. í tólf ár þvælist hann um þennan iðraheim, milli reikistjama og him- inskorpu og hittir fyrir aðskiljanleg samfélög sem að góðum upplýsingarsið eru meira og minna huglægar spegilmyndir þeirra sem standa næst höfundinum, uns hann að endingu smýgur fyrir tilviljun aftur upp á yfirborðið í gegnum þann sama helli og hann féll niður um. ítalski furðusagnahöfundurinn Tommaso Land- olfi leggur út af þessari sögu í frásögn sinni af „Bandormi jarðarinnar", og dregur af megin- staðreynd hennar, sum sé að innan í jörðinni sé annar heimur, þá eðlilegu ályktun að bók Hol- bergs sé tilraun til lýsingar á innvolsi jarðarinn- ar, því jörðin sé lifandi líkt og allar aðrar plánetur; um það vitni fjölmargirfomirhöfund- ar. Og líkt og hið innra sólkerfi er endurómur af hinu ytra sér Landolfi fyrir sér hvernig innviðir jarðarinnar spegla innviði þeirra sem byggja hana og ímyndar sér stærð þeirra innviða í réttu hlutfalli við stærð jarðar. Þannig velkist um í þörmum hennar tröllauknir bandormar sem séu risavaxin tákn um lífræna eiginleika alls efnis og endalausra samsvarana á milli allra fyrir- bæra alheimsins; í raun og vem sönnunin fyrir því að hann eigi sér gróskumikla meltingar- starfsemi. Hins vegar gerir nýöldin með vísindum sín- um og verklegum framkvæmdum á öllum svið- um fastlega ráð fyrir því að hið „dauða efni“ sé ekki gætt neinni meltingarstarfsemi í þeim al- tæka skilningi sem var rakinn hér að ofan. Heimsmynd nútímans er fastlega gmndvölluð á því að hnettimir séu hvorki lifandi né eigi þeir neina samsvömn í lífvemm á jörðinni. Síðasti maðurinn til að halda því fram og hljóta samt sess sem alvöru hugsuður var Giordano Bmno því þó svo hann hafi verið brenndur á báli fyrir að halda fram heimsmynd nútímans, þ.e. að alheimurinn væri óendanlegt tómarúm, fyllt af svífandi hnöttum, taldi hann að þessir hnettir væm á lífi og hreyfðust um þetta óendanlega rúm af eigin rammleik. Hugsun hans var því ekki fullkomlega „nútímaleg", heldur byggðist hún á því að nýjar hugmyndir í stjörnufræði blönduðust á sérkennilegan hátt við nýplatón- isma, dulhyggju og miðaldaguðfræði þannig að úr varð ljóðræn heimssýn, ekki vísindaleg í ströngum skilningi, heldur skáldleg og spá- mannleg. En líklegast af þeim ástæðum hefur hugsanahefð Bmnos kannski hvað minnst varð- veist í vísindunum sjálfum (þó svo að þau haldi fast við þá helgisögn að hann hafi liðið fyrir þau píslarvætti) heldur hefur hún átt sér framhalds- líf í skáldskapnum sem hefur hvað eftir annað sýnt fram á að þessi lífhugsun er stærri hluti af hugmyndum okkar um heiminn en hin staðfesta heimsmynd vill vera láta (Um gildi þessa heimsskilnings, gmndvöll hans og þýðingu fyr- ir nútímabókmenntimar má t.d. lesa í grein Matthíasar Viðars Sæmundssonar: „Myndir á TMM 1993:4 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.