Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 83
flytja gjaman með sér ný sjónarhom sem í
sjálfum sér em uppspretta frjósemi og
fmmleika. Á íslandi hefur þetta endurmat
m.a. einkennst af vissri togstreitu milli
ögrunar þess módemisma sem tók hér seint
land að nokkm ráði og aðdráttarafls rót-
grónari hefða. Enn frekar hefur undanfar-
inn hálfur annar áratugur þó markast af
útgáfu þýðinga á fjölmörgum merkisverk-
um. í slíkri fjölgun mikilvægra texta á ís-
lenskri tungu býr heilmikil ögmn og
endurmat á íslenskri bókmenntavitund. ís-
lenska þýðingin á Myllunni á Barði kom
sem fyrr segir út 1976, skömmu áður en
þessi þýðingabylgja reis.
V
Atburðarás Myllunnar á Barði stjómast af
eftirsókn þriggja karla í kvenfólk — og
reyndar af því hvemig þeir em allir heillað-
ir af sömu konunni. Líf malarans Barð-
Helga var hálfgert mók uns hann fékk auga-
stað á hinni hláturmildu Marsellu:
Stillt sumarið blámaraði í vatninu og græn-
mollaði í barrskógunum líkt og höfugt æv-
intýr en megnaði ekki að stýfa þennan
hlátur. Stjamheitar nætur köfuðu í djúpu,
tæm vatni Otravatns en tókst ekki að leysa
töfra þessa bross. Hjarta Barð-Helga var
fullt af þessum hlátri.15
Hann biðlar til hennar og fær, en hún deyr
eftir að hafa alið stúlkubam, Júrgu, sem
verður augasteinninn hans og hér eftir eina
konan í lífi hans. í fenjunum skammt frá býr
púki nokkur, Mýramóri, sem einnig er í
móki, hlustandi á gnauð myllunnar eins og
Helgi, uns kvensemin lætur á sér kræla.
Ekki verða viðskipti þeirra rakin hér,
hvernig Helgi blekkir djöfsa og fær hann til
að snúa mylluvængjunum fyrir sig, nema
hvað Mýramóri heillast af Júrgu. Púkinn
uppgötvar að Júrga er dóttir Helga og að
hún er þar með sú brúðarmær sem hann
hefði átt að fá fyrir að hjálpa Helga að
eignast Marsellu. Hann einsetur sér þá að
hindra aðra biðla í að nálgast Júrgu, en
ákafastur þeirra er Jósteinn frá Gerðum.
Eigi þeir Barð-Helgi og Mýramóri ugg-
vænlega margt sameiginlegt—séu á vissan
hátt tvífarar — þá á það einnig við um
púkann og Jóstein. Rétt eins og Mýramóri
gengur á hófum, svo sem djöfla er háttur,
þannig ferðast Jósteinn um á magískum,
apalgráum gæðingum. Kynjakraftur þeirra
og goðmagn eru Móra ofviða, en honum
tekst að láta ræna þeim frá Jósteini áður en
af brúðkaupi verður. Jósteinn verður viti
sínu fjær og það sem eftir er anar hann um
landið þvert og endilangt í leit að gæðing-
um sínum, því án þessara frjósemisgripa
telur hann sig ekki geta öðlast lífshamingju,
ekki heldur með Júrgu. Raunar er ógetið
fjórða „biðilsins“, Jóhannesar iðnsveins,
sem einnig heillast af Júrgu, flosnar upp og
lendir á undarlegu flakki um sveitina og
sveimar í kringum mylluna, dularfullur
skuggi sem tengist ýmsum voveiflegum at-
burðum sögunnar. Það má því segja að
byggingareðli sögunnar felist í biðilsför
sem við sjáum í ýmsum myndum.
Svefnhjólið á sér stað í allt öðmm heimi,
þar sem samskipti kynjanna eru ekki bund-
in eins formlegum helgisiðum og fyrr á
öldum. Hitt breytist ekki að frásögn manna
sprettur af skorti, oftar en ekki af þrá eftir
hinu kvenlega. Hómerskviður, frumverk
bókmennta á Vesturlöndum, spretta af
brottnámi konu og þeim lýkur á endurfund-
TMM 1993:4
81