Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 40

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 40
asta degi? Athugasemdir sem þessar stafa af misskilningi. Hegel neitaði því aldrei að breytingar gerðust og þróun ætti sér stað, hann benti einfaldlega á þá staðreynd að það sem mestu máli skipti hefði þegar gerst og að það sem á eftir kæmi myndi einungis þróa áfram, breikka og styrkja betur það kerfí sem þegar væri búið að koma á. Gerist þá ekkert nýtt? Svo sannarlega, því að merking hugmyndarinnar „endalok sög- unnar“ byggist nú á því að það er alltaf eitthvað nýtt að gerast, það nýjasta ryður því næstnýjasta strax úr vegi, hið nýja lítur dagsins ljós og er umsvifalaust rutt úr vegi, fyrir einhverju enn nýrra og úreldist þar með, en í þessum endalausa straumi nýj- unga gerist ekkert nýtt, það nýja, rétt eins og það nýjasta, er gersamlega steindautt og ómarkvisst rétt eins og það sem á undan kom. Kjarni nútímasögunnar og ,,lok“ hennar felast í því að ofvöxtur er hlaupinn í aukaatriðin, menn eru hættir að greina kjamann frá hisminu, hismið er orðið að kjarna og öfugt: fólk er sífellt á harðahlaup- um á eftir því sem ekkert er, eltist í sífellu við aukaatriði en lætur aðalatriðin gersam- lega framhjá sér fara. Hvert tímabil einkennist af sambandi fólks við raunveruleikann og þar með við sjálft sig. Það er þetta mikilvæga samband sem myndar viðmið (paradigme) tiltekins tímabils. Viðmið fornmenningarinnar var tetrarchys, fjóreining sem samanstóð af mönnum, guðum, jörðu og himni, en á þessum fjórum þáttum hvíldu svo Polis, heimspekin, byggingarlistin og ljóðlistin. Viðmið kristninnar snýst um samband mannsins við guð, uppsprettu hugmynda sem hafa alið af sér bænahús, dómkirkjur, gregoríska helgisöngva, málverk og högg- myndir. Viðmið nútímans er uppgangur mannsins sem er að brjótast úr trúarlegum og tímalegum hlekkjum miðaldanna og beitir öllu viti sínu og hæfileikum í eigin þágu. En þessi maður er ekki einungis að brjótast til frelsis, heldur reynir hann af fremsta megni að ná valdi yfir náttúrunni. Þessi tvíhyggja mannsins, að reyna í senn að öðlast frelsi og ná valdi yfir náttúrunni, er vitaskuld stórhættuleg. Nútímamaðurinn hefur raunveruleikann á valdi sínu, hann breytir honum í nreðfærilegan og handhæg- an raunveruleika þegar hann býr til áhöld, tæki, tól, en einkum þó þegar hann býr til heilu vísinda-, tækni- og hagkerfin. Slrk kerfi framleiða heil ósköp af gerviþörfum, upplýsingum og nautnum. Nútíminn ein- kennist af vexti, auknum hagvexti og verð- mætasköpun, allt miðast við að slá öllu við, komast lengra en allt annað — með öðrum orðum, ná út yfir allan þjófabálk. Nútíma- kerfið byggist á stöðugum breytingum þar sem raunveruleikanum er breytt í raunveru- leika sem maður getur reiknað út og hag- rætt að vild. En þetta kerfi hefur einnig þann merkilega kost að geta breytt jafnvel mönnunum. Nútímamaðurinn sem í upp- hafi, á tímum Descartes, Diderots, Mozarts og Kants, skynjaði og hugsaði baráttu sína gegn yfirvöldum hverskonar sem útþenslu og upplýsingu (Auf-klárung), leið og lifði samkvæmt því að hann væri hetja sem gekk óhikað í áttina til frelsis, er sífellt að verða háðari eigin sköpunarverki, kerfinu sem skapar auðæfi sem ekki eru sambærileg við neitt annað. Þá gerist hið óhjákvæmilega: nútíminn er tími hinnar hamslausu, algeru huglægni og maðurinn sem áður var aðal- atriðið flækist sífellt fastar í einhvers konar framleiðslunet, verður loks fangi þess og algerlega upp á það kominn. Þannig hafa orðið endaskipti á hlutunum: kerfið sem var 38 TMM 1993:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.