Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 98
séu hreinar línur með það að skáldsagan eigi að vera sambland af frásagnarlist Guð- rúnar frá Lundi og Guðmundar Hagalín, sögur í líki doðranta fyrir ,,fólkið“. í þannig kalli tímans gætu ruðst auðveldlega fram í sameiningu hugmyndir auðvaldsins og leifamar af marxismanum, í bland við nýja þjóðemisandann, og skapað þá fagurfræði innan bókmenntanna sem einkenndist af nýrri útgáfu á valkyijuvíkingasögum, þar sem allir em að „brjótast úr viðjum og sjá ljósið“ með miklum látum og heimta „Leb- ensraum“; en á kostnað hvers? Það er sama hvernig víxlaðir staðvindar blása, þeir sem um bækur fjalla hrópa ann- að hvort húrra fyrir þeim eða svei. Þegar þeir sem sjá í svörtu og hvítu hafa reynt að breyta sjónskyni sínu hefur tilraunin hafnað í skoðanaleysi, orðið að þægilegu viðhorfi sem skokkar stundum í það að vera afar uppskrúfaður hressileiki. í sögu gagnrýninnar og bókmenntafræð- anna á íslandi er ekki mikla fjölbreytni að finna eða vafasamar skoðanir. Fram á síð- ustu áratugi skrifuðu gagnrýnendur dag- blaðanna aðeins af brjóstviti. Núna skrifa þeir bara af bókviti sem er jafn ankanna- legt; þegar á allt er litið er lítill munur á bijóstvitinu í gær og á bókvitinu í dag: hvort tveggja ber vott um takmarkaðan skilning en taumlausar skoðanir, sem styðjast annað hvort við það, hvað Gunnu frænku „finnst" eða hvað Gunna frænka hefur ,,rannsakað“ með fræðum, gagnrýnandinn meltir lítið sjálfur. Þetta sýnir stundum af sér spaugi- lega mynd. Samtímagagnrýnin Ef menn eru óstöðugir eða treysta illa jafn- vægisskyninu reyna þeir að stíga fast á það sem þeir halda að sé hált. Þannig ferst mörgum sem fjalla um listir, einkum bók- menntir. Öryggisleysið getur látið á sér kræla með ýmsum kátlegum hætti, en ég nefni aðeins nokkur dæmi. Gagnrýnendur reyna þráfaldlega í opinskáum viðtölum í fjölmiðlum að vinna traust lesenda eða al- þjóðar — enginn vill ná skemur en til allrar þjóðarinnar — og gera sig trúverðuga, ekki með vitsmunum heldur leggja þeir áherslu á það, að umsagnir þeirra séu ekki algerlega frá þeim og dómgreindinni komnar, heldur taki þeir t.d. fjölskylduna, en einkum lærða makann, með á sýningar eða þeir láti hann lesa bók til að leita álits hans og þannig verði umsögnin fjölskyldutryggð; hlutverk gagnrýnandans er það að bera hana fyrir almenning af trúboðslegum sannfæringar- krafti eða frá hjálpræðisher hjónabandsins. Þessi glúma aðferð Mömmu plathetju, eða hin húsmóðurlega ,,nálgun“, er samt ekki hástig hópmennskunnar við að fjalla um bókmenntir. Frétt „í öllum fjölmiðlum“ sagði frá því fyrir skömmu og fór í auglýs- ingaham, að Háskóli íslands skipuleggi út- reiðartúra í því skyni að nemendur komist í staðfræðileg tengsl við fombókmenntim- ar. Innfjálgur nemandi úr einum slíkum útreiðartúr hefur borið vitni um það, að hann hafi skilið Njálssögu betur á hestbaki en á skólabekk. Ekki fylgdi, hvort háskóla- kennsla mundi héðan í frá fara fram á hest- baki í ljósi þessarar jákvæðu reynslu, kannski af því að prófessorar em bakveikir, óvanir hestamennsku eða það er dýrara að leigja hesta en húsnæði. Bókmenntafræði eða rök af þessum toga gætu aðeins verið 96 TMM 1993:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.