Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 18
Til dæmis um stakhendu Shakespeares má benda á hina frægu ein-
ræðu Hamlets um sjálfsvíg, sem hefst á þessum línum:
/vS/vS/vv/Sv/vSv/
/Sv/vS/vv/vS/vSv/
/vS/vS/vv/SS/vSv/
/vv/SS/vS/vS/vSv/
To be, or not to be, that is the question,
Whether’tis nobler in the mind to suffer
The slings and arrows of outrageous fortune,
Or to take arms against a sea of troubles,
Nú hefur skáldið gert þessar Ijóðlínur þannig úr garði, að í nokkrum
atriðum mætti ætla þeim lítið eitt aðra hrynjandi en hér er sýnd. Þannig
veitir hann flytjandanum nokkurt frelsi til persónulegrar túlkunar, að vísu
nokkuð háskalegt frelsi sem ýmsum verður hált á, ef brageyrað er ekki
sem nákvæmast. En samkvæmt þeirri hrynjandi, sem hér er bragrituð og
flestir myndu að líkindum kalla eðlilega, koma í fyrstu línu tveir jambar,
pirri, tróki og amfíbrakki. Og engin af þessum fjórum upphafslínum er
allsendis reglulegur pentajambi. Þó er grundvallar-línan hin sama og í
ljóðum Jónasar, Ég bið að heilsa og Gunnarshólma, en sem oftar með
fleiri tilbrigðum. Og þau eru umfram allt í því fólgin að skipta um tvíliði,
þegar vel þykir á því fara.
Sem dæmi um íslenzka tilraun til að nálgast þennan stakhendustíl
Shakespeares mætti heyra eina af persónum hans lýsa mannlífinu í níu
og hálfri ljóðlínu:
/vS/vv/vS/vv/vSv/
/Sv/vS/vS/SS/vSv/
/vS/vS/vS/vS/vS/
/vS/vS/vS/vS/vS/
/Sv/vS/vS/SS/vS/
/SS/vS/vS/vS/vv/
/vS/vS/vS/vS/vS/
/vS/vS/vS/SS/vSv/
/Sv/vS/vS/vS/vS/
/Sv/vS/vSv/
Á morgun, og á morgun, og á morgun,
þumlungast þessi smáspor dag ffá degi
til loka hinztu línu á tímans bók;
og gærdagamir allir lýstu leið
flónum í dauðans duft. Slökk, slökk þig, skar!
Sljór farandskuggi er lífið, leikari
sem fremur kæki á fjölunum um stund
og þegir upp frá því, stutt lygasaga
þulin af vitfirringi, haldlaust geip,
óráð, sem merkir ekkert.
Þessi klausa er gerð, eins og hátturinn krefst, úr 48 jömbum; en í staðinn
fyrir 15 þeirra eru komnir 4 amfíbrakkar í línulok, 4 trókar, 4 spondar og
3 pirrar. Þrjár línur eru alveg reglulegar fimm jamba línur; tvær í viðbót
16
TMM 1993:4
j