Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 88
Soffía Auður Birgisdóttir Ferskur straumur eða fornaldarfnykur? í Tímariti Máls og menningar 1. hefti 1993 birtist grein um hina bandarísku ítölskætt- uðu söngkonu Madonnu eftir hina banda- rísku ítölskættuðu fræðikonu Camille Paglia. Greinarkom þetta þýðir þáverandi ritstjóri Ámi Sigurjónsson og fylgir hann þýðingu sinni úr hlaði með kynningu á höfundi. í lok þeirrar kynningar má lesa áskorun Árna til íslenskra kvenna að tjá sig um málflutning Camille Paglia; hann spyr hvort skoðanir hennar veiti ferskum straumum inn í réttindabaráttu kvenna eða hvort hún spilli fyrir henni. Þessi skrif mín hér em hugsuð sem viðbrögð við áskomn Áma. Camille Paglia vakti nokkra athygli í Am- eríku í fyrra og hittifyrra fyrir miklar og ögrandi yfirlýsingar sínar um bandaríska samtímamenningu, þjóðfélagsmál ýmis og listir. Haustið 1992 birtust viðtöl við hana í ótal blöðum og tímaritum og hún var tíður gestur í kjaftaþáttum (talk-shows) hinna ýmsu sjónvarpsstöðva. Ég bjó í Bandaríkj- unum á þessum tíma og það gerði mér kleift að fylgast vel með hröðu klifri Camille Paglia upp frægðarstigann. Margt í mál- efnaflutningi Paglia var athyglisvert og umræðuvert. Hér á ég einkum við skoðanir hennar á innviðum bandarískra háskóla, kenningar hennar um listir, rokktónlist og kvikmyndaiðnaðinn, svo fátt eitt sé nefnt. En þessi angi umræðunnar vakti af ein- hverjum orsökum ekkert sérstaklega áhuga fjölmiðla, þeir höfðu engan sérstakan áhuga á að kynna sér nánar álit og skoðanir Pagliu á alþýðumenningu samtímans. Þeir höfðu heldur engan sérstakan áhuga á að kynna sér kenningar hennar um birtingar- myndir og þróun kynferðishugmynda í vestrænum listum og bókmenntum sem hún setti fram í bókinni Sexual Personae. Það sem vakti fyrst og síðast athygli fjöl- miðlanna var hvað Camille Paglia hafði að segja um ,,femínista“, um mismunandi eðli kynjanna, um nauðganir og almennt um þau málefni sem kvenfrelsiskonur beita sér fyrir. Og hverju bar að þakka þennan skyndilega ógnaráhuga fjölmiðlanna á kvenfrelsismálum? Jú, eina ferðina enn höfðu þeir fundið konu sem var tilbúin til að tjá sig um hið „sanna eðli“ karla og kvenna og til að níða skóinn af „femínist- um“. Þegar slíkan hval rekur á fjörur fjöl- miðlanna eru þeir undantekningarlaust fljótir að taka við sér (ég bendi á áhuga íslenskra fjölmiðla á Rósu Ingólfsdóttur sem hefur svipaðar hugmyndir um „eðli“ kynjanna og Paglia). Áhugi bandarískra fjölmiðla á Camille Paglia kom fáum á óvart — en ég verð að viðurkenna að nokk- 86 TMM 1993:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.