Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 31
svefni, hann er ekki farinn að sjá neitt en hefur þegar tekið mynd af því, vegna þess að þannig, þegar allt liggur hlið við hlið, jafn lítið, jafn stórt, alltaf ferhyrnt, sómasamlega skorið, nefnt, númerað, sannað og sýnt, þannig sér maður það að öllu leyti betur. Hinn blindi sparar sér áreynsluna við að hafa þegar séð eitthvað. Hann safnar því sem hann hefði séð, sorterar, gleðst yfir því eins og um frímerki væri að ræða. Vegna myndavélarinnar ferðast hann um heiminn, ekkert er of fjarlægt, of skært, of undarlegt — hann nær því fyrir myndavélina. Hann segir: þarna var ég, og bendir á það og gæti hann ekki bent á það myndi hann ekki vita hvort hann var þar, því heimurinn er framandi, stór og ruglingslegur, hver á að geta veitt öllu athygli. Hinn blindi trúir engu sem ekki hefur verið myndað. Fólk kjaftar, blaðrar og montar sig, mottóið hans er: upp með myndirnar! Þá veit maður hvað maður hefur séð í raun og veru, þá hefur maður það í höndunum, þá getur maður stutt fingri á það og þá getur maður opnað augun hægt og rólega í stað þess að sólunda þeim að óþörfu. Allt hefur sinn tíma, of mikið er of mikið, sjónina skyldi maður spara fyrir myndir. Hinn blindi nýtur þess að varpa myndum sínum stækkuðum á vegg og traktera vini sína á þann hátt. Slík veisla varir tvær til þrjár klukku- stundir. Þögn, skýringar, lýsingar, ábendingar, ráðleggingar, húmor. Fagnaðarlætin, þegar eitthvað snýr öfugt, alvörugefnin, þegar eitthvað er sýnt tvisvar! Það er ekki hægt að lýsa því hve manni líður vel þegar þetta tekur nógu langan tíma og myndimar em stórar. Loksins koma launin fyrir staðfasta blindu á heilu ferðalagi. Ljúkist upp augu, ljúkist þið upp, nú megið þið sjá, nú er stundin runnin upp, nú hafið þið verið þama, nú skuluð þið sanna það! Hinn blindi harmar að aðrir skuli líka geta sannað það, en hann sannar það betur. Hjálmar Sveinsson þýddi TMM 1993:4 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.