Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Page 31
svefni, hann er ekki farinn að sjá neitt en hefur þegar tekið mynd af því,
vegna þess að þannig, þegar allt liggur hlið við hlið, jafn lítið, jafn stórt,
alltaf ferhyrnt, sómasamlega skorið, nefnt, númerað, sannað og sýnt,
þannig sér maður það að öllu leyti betur.
Hinn blindi sparar sér áreynsluna við að hafa þegar séð eitthvað. Hann
safnar því sem hann hefði séð, sorterar, gleðst yfir því eins og um frímerki
væri að ræða. Vegna myndavélarinnar ferðast hann um heiminn, ekkert
er of fjarlægt, of skært, of undarlegt — hann nær því fyrir myndavélina.
Hann segir: þarna var ég, og bendir á það og gæti hann ekki bent á það
myndi hann ekki vita hvort hann var þar, því heimurinn er framandi, stór
og ruglingslegur, hver á að geta veitt öllu athygli.
Hinn blindi trúir engu sem ekki hefur verið myndað. Fólk kjaftar,
blaðrar og montar sig, mottóið hans er: upp með myndirnar! Þá veit
maður hvað maður hefur séð í raun og veru, þá hefur maður það í
höndunum, þá getur maður stutt fingri á það og þá getur maður opnað
augun hægt og rólega í stað þess að sólunda þeim að óþörfu. Allt hefur
sinn tíma, of mikið er of mikið, sjónina skyldi maður spara fyrir myndir.
Hinn blindi nýtur þess að varpa myndum sínum stækkuðum á vegg
og traktera vini sína á þann hátt. Slík veisla varir tvær til þrjár klukku-
stundir. Þögn, skýringar, lýsingar, ábendingar, ráðleggingar, húmor.
Fagnaðarlætin, þegar eitthvað snýr öfugt, alvörugefnin, þegar eitthvað
er sýnt tvisvar! Það er ekki hægt að lýsa því hve manni líður vel þegar
þetta tekur nógu langan tíma og myndimar em stórar. Loksins koma
launin fyrir staðfasta blindu á heilu ferðalagi. Ljúkist upp augu, ljúkist
þið upp, nú megið þið sjá, nú er stundin runnin upp, nú hafið þið verið
þama, nú skuluð þið sanna það!
Hinn blindi harmar að aðrir skuli líka geta sannað það, en hann sannar
það betur.
Hjálmar Sveinsson þýddi
TMM 1993:4
29