Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 90

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 90
hennar voru hrakin svo oft að flestir voru búnir að fá nóg af karpinu. Og er þá við hæfi að kynna til sögunnar aðra bandaríska konu, Susan Faludi, og bók hennar Backlash. The Undeclared War Against Women, sem ég ætla að kalla And- ófið á íslensku. Bók Susan Faludi, sem kom út 1991 í Bandaríkjunum og var á metsölu- listum þar mánuðum saman, var gjaman stillt upp við hlið bókar Camille Paglia í fjölmiðlaumræðunni í Bandaríkjunum, þær bornar saman, látnar „ræðast við“ (reyndar sá ég einnig sjónvarpsþátt þar sem þær Paglia og Faludi voru báðar gestir og ræddu ágreiningsefni sín). Susan Faludi sem er fædd 1960 hefur starfað sem blaðamaður um árabil og hlaut hún Pulitzer verðlaun sem veitt eru fyrir greinaskrif árið 1991. Árið 1992 hlaut bók hennar Andófið verð- laun gagnrýnenda (National Book Critics Award). Andófið er heljarmikill doðrantur, tæpar 600 blaðsíður, og þar greinir Faludi frá niðurstöðum fjögurra ára rannsókna sinna á því meðvitaða og ómeðvitaða and- ófí gegn kvenfrelsi og réttindum kvenna sem hún segir að farið hafi fram í hinum vestræna heimi á níunda áratugnum. Faludi rannsakaði þetta andóf í afþreyingariðn- aðinum, í fjölmiðlunum, innan stjómkerf- isins, háskólanna og á hinum almenna vinnumarkaði. Hún fer í saumana á ýmsum ,,samtímamýtum“ um nútímakonur, sýnir fram á skipulagðar falsanir í akademískum ,,rannsóknum“ og skoðanakönnunum um hag og stöðu kvenna. Bók Faludi er vel kynnt í apríl-hefti tímaritsins Veru frá þessu ári og vil ég benda á að þar er einnig fjallað um andóf gegn kvenfrelsi og réttindum kvenna á Islandi á síðasta áratug. Um leið og ég vísa á Veru, tímarit um konur og kvenfrelsi, langar mig að kasta fram þeirri áleitnu spumingu hvemig standi á því að enn þann dag í dag þurfi sérrit kvenna til að kynna bækur eins og Andófið og málefna- flutning eins og þann sem Susan Faludi hefur fram að færa?2 Og þá um leið hlýtur að vakna sú spuming hvemig standi á því að Camille Paglia hljóti svo gagnrýnislausa umfjöllun í Tímariti Móls og menningarl Þótt ég vilji gera flest til að varast hugsanir um andóf gegn „femínistum" á síðum þessa virta bókmenntatímarits, get ég ekki neitað að grunsemdum er sáð í hugann þeg- ar litið er til nokkurra hefta síðastliðinna ára þar sem lítið hefur farið fyrir femínískum túlkunum, en þeim mun meira hefur verið af skammargreinum um bókmenntatúlkan- ir „freudískra femínista“. Lítum aftur á greinina „Madonna — 88 TMM 1993:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.