Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Qupperneq 90
hennar voru hrakin svo oft að flestir voru
búnir að fá nóg af karpinu.
Og er þá við hæfi að kynna til sögunnar
aðra bandaríska konu, Susan Faludi, og bók
hennar Backlash. The Undeclared War
Against Women, sem ég ætla að kalla And-
ófið á íslensku. Bók Susan Faludi, sem kom
út 1991 í Bandaríkjunum og var á metsölu-
listum þar mánuðum saman, var gjaman
stillt upp við hlið bókar Camille Paglia í
fjölmiðlaumræðunni í Bandaríkjunum, þær
bornar saman, látnar „ræðast við“ (reyndar
sá ég einnig sjónvarpsþátt þar sem þær
Paglia og Faludi voru báðar gestir og ræddu
ágreiningsefni sín). Susan Faludi sem er
fædd 1960 hefur starfað sem blaðamaður
um árabil og hlaut hún Pulitzer verðlaun
sem veitt eru fyrir greinaskrif árið 1991.
Árið 1992 hlaut bók hennar Andófið verð-
laun gagnrýnenda (National Book Critics
Award). Andófið er heljarmikill doðrantur,
tæpar 600 blaðsíður, og þar greinir Faludi
frá niðurstöðum fjögurra ára rannsókna
sinna á því meðvitaða og ómeðvitaða and-
ófí gegn kvenfrelsi og réttindum kvenna
sem hún segir að farið hafi fram í hinum
vestræna heimi á níunda áratugnum. Faludi
rannsakaði þetta andóf í afþreyingariðn-
aðinum, í fjölmiðlunum, innan stjómkerf-
isins, háskólanna og á hinum almenna
vinnumarkaði. Hún fer í saumana á ýmsum
,,samtímamýtum“ um nútímakonur, sýnir
fram á skipulagðar falsanir í akademískum
,,rannsóknum“ og skoðanakönnunum um
hag og stöðu kvenna. Bók Faludi er vel
kynnt í apríl-hefti tímaritsins Veru frá þessu
ári og vil ég benda á að þar er einnig fjallað
um andóf gegn kvenfrelsi og réttindum
kvenna á Islandi á síðasta áratug. Um leið
og ég vísa á Veru, tímarit um konur og
kvenfrelsi, langar mig að kasta fram þeirri
áleitnu spumingu hvemig standi á því að
enn þann dag í dag þurfi sérrit kvenna til að
kynna bækur eins og Andófið og málefna-
flutning eins og þann sem Susan Faludi
hefur fram að færa?2 Og þá um leið hlýtur
að vakna sú spuming hvemig standi á því
að Camille Paglia hljóti svo gagnrýnislausa
umfjöllun í Tímariti Móls og menningarl
Þótt ég vilji gera flest til að varast hugsanir
um andóf gegn „femínistum" á síðum
þessa virta bókmenntatímarits, get ég ekki
neitað að grunsemdum er sáð í hugann þeg-
ar litið er til nokkurra hefta síðastliðinna ára
þar sem lítið hefur farið fyrir femínískum
túlkunum, en þeim mun meira hefur verið
af skammargreinum um bókmenntatúlkan-
ir „freudískra femínista“.
Lítum aftur á greinina „Madonna —
88
TMM 1993:4