Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Blaðsíða 94
list fengu þeir þann fíngurbjargartilla og geirvörtubólguna sem eru á þeim enn og lesa má um hjá Cellini. Kommúnisminn og kapítalisminn hafa runnið saman á svipað- an hátt í Rússlandi, og kven- og karlremban í Skandinavíu eru á góðri leið með að sætt- ast á samruna í víkingavalkyrjunni. Allt endar þetta í hamingjusæng ofan í inn- kaupatöskunni. Þannig er ekkert nýtt undir sólinni nema í augum einfeldninga og þeirra sem hagnast á trúgimi og því að mannkynið grípur stundum til gleymsku svo það kafni ekki í skömm yfir svívirðilegri framkomu; það reynir að endurnýja sögu sína í óminn- inu. En engin skeið em ævarandi, það sem við lifum á verður það ekki heldur. Lognmollulega, mjúka yfirborðskurteis- in með innra fláræðið á ekki aðeins við um almenna stjómsýslan heldur líka listir og menningu. Öllu er stjómað af skólagengnu og skyndimenntuðu, næstum skapgerðar- lausu fólki. Með því er kraftmikli en bjart- sýni íslenski þijótshátturinn að mestu úr sögunni. Við honum tóku jábræður og já- systur. Þannig veltist allt áfram einhvern veginn með innlendu halelújahoppi á er- lendum lánum á sviði efnahags- og menn- ingarmála. Lista- og stjórnmálamenn virðast hugsa helst um það að koma fram í fjölmiðlum, þótt það hljóti að taka tíma frá störfum eða hugleiðingum um annað en dægurmál. í stuttum viðtölum við orðamal- ara snúast þeir í kringum smáatriði sem minnir á snatt húsmóður sem hefur fyrir löngu kafnað í eldhúsinu við að raða krydd- staukum í skápa á meðan aðrir hlutar húss- ins vaða á súðum, lit- og bragðlausir. Hégómlega sýningarþörfin er arfur frá því, að við íslendingar höfum löngum verið lítilla sanda og sæva en sjálfsmeðvitaðir á montsviðinu og þetta, að flíka sér eða sýna sig og sjá alls ekki aðra, styrkist vegna nýrrar oftrúar á sérfræðinga sem flytja ein- faldan boðskap: öllum er hollt að fara úr felum og masa, enginn geti lifað án pen- inga, hagfræði og tal er undirstaða ham- ingjunnar. Smámunasemin er því sífellt að leita að illgresi til að eyða því úr garði samfélagsins. Eyðsluþörfm helst í hendur við áhrif frá kalda stríðinu sem dró hreinar línur, fyrir hugsanagang manna og sann- færingarkraft, á meðan það ógnaði lífinu með kristilegri þörf fyrir að uppræta óvin- inn, sem liggur ekki í augum uppi og er öðruvísi. Venjulegar, hefðbundnar bókmenntir hafa jafnan verið háðar samfélaginu, en hinar óvenjulegu andstæðar því. Aðeins ör- fáum sem iðka ritstörf hefur tekist að hefja verk sín yfir það samfélag, sem þau eru þáttur í, og gera að samfélagi sem byggist á eigin samvirkni. Það er þess vegna ekki að undra að samtímabókmenntir hér á landi reyni vegna ráðaleysis, fábreytileika og einsýni, að brosa smjaðurslega, annað hvort til kvenna, í von um að lenda hjá þeim í innkaupatöskunni, eða fjölmiðlanna, í von um að fá auglýsingu í fimm mínútna um- fjöllun í upplýsingaplágunni sem lærðir þáttagerðarmenn og leikarar magna í Rík- isútvarpinu og fylla með útsendingartím- ann, frá tíu mínútna sakamálaleikritinu eftir hádegi og fram að kvöldfréttum; eftir það eru þættir morgunútvarpsins endurteknir til að spara eða reyna að drepa þá fáu hlust- endur sem skrúfa frá útvarpinu á kvöldin og hafa lifað af Laufskálann og Samfélagið í nærmynd með öllum sínum einstæðu til- finningum. Með auknu menningarframboði í sparða- formi hefur góðum bókabúðum ekki aðeins fækkað, heldur hefur þeim líka hnignað 92 TMM 1993:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.