Tímarit Máls og menningar - 01.12.1993, Qupperneq 94
list fengu þeir þann fíngurbjargartilla og
geirvörtubólguna sem eru á þeim enn og
lesa má um hjá Cellini. Kommúnisminn og
kapítalisminn hafa runnið saman á svipað-
an hátt í Rússlandi, og kven- og karlremban
í Skandinavíu eru á góðri leið með að sætt-
ast á samruna í víkingavalkyrjunni. Allt
endar þetta í hamingjusæng ofan í inn-
kaupatöskunni. Þannig er ekkert nýtt undir
sólinni nema í augum einfeldninga og þeirra
sem hagnast á trúgimi og því að mannkynið
grípur stundum til gleymsku svo það kafni
ekki í skömm yfir svívirðilegri framkomu;
það reynir að endurnýja sögu sína í óminn-
inu. En engin skeið em ævarandi, það sem
við lifum á verður það ekki heldur.
Lognmollulega, mjúka yfirborðskurteis-
in með innra fláræðið á ekki aðeins við um
almenna stjómsýslan heldur líka listir og
menningu. Öllu er stjómað af skólagengnu
og skyndimenntuðu, næstum skapgerðar-
lausu fólki. Með því er kraftmikli en bjart-
sýni íslenski þijótshátturinn að mestu úr
sögunni. Við honum tóku jábræður og já-
systur. Þannig veltist allt áfram einhvern
veginn með innlendu halelújahoppi á er-
lendum lánum á sviði efnahags- og menn-
ingarmála. Lista- og stjórnmálamenn
virðast hugsa helst um það að koma fram í
fjölmiðlum, þótt það hljóti að taka tíma frá
störfum eða hugleiðingum um annað en
dægurmál. í stuttum viðtölum við orðamal-
ara snúast þeir í kringum smáatriði sem
minnir á snatt húsmóður sem hefur fyrir
löngu kafnað í eldhúsinu við að raða krydd-
staukum í skápa á meðan aðrir hlutar húss-
ins vaða á súðum, lit- og bragðlausir.
Hégómlega sýningarþörfin er arfur frá
því, að við íslendingar höfum löngum verið
lítilla sanda og sæva en sjálfsmeðvitaðir á
montsviðinu og þetta, að flíka sér eða sýna
sig og sjá alls ekki aðra, styrkist vegna
nýrrar oftrúar á sérfræðinga sem flytja ein-
faldan boðskap: öllum er hollt að fara úr
felum og masa, enginn geti lifað án pen-
inga, hagfræði og tal er undirstaða ham-
ingjunnar. Smámunasemin er því sífellt að
leita að illgresi til að eyða því úr garði
samfélagsins. Eyðsluþörfm helst í hendur
við áhrif frá kalda stríðinu sem dró hreinar
línur, fyrir hugsanagang manna og sann-
færingarkraft, á meðan það ógnaði lífinu
með kristilegri þörf fyrir að uppræta óvin-
inn, sem liggur ekki í augum uppi og er
öðruvísi.
Venjulegar, hefðbundnar bókmenntir
hafa jafnan verið háðar samfélaginu, en
hinar óvenjulegu andstæðar því. Aðeins ör-
fáum sem iðka ritstörf hefur tekist að hefja
verk sín yfir það samfélag, sem þau eru
þáttur í, og gera að samfélagi sem byggist
á eigin samvirkni. Það er þess vegna ekki
að undra að samtímabókmenntir hér á landi
reyni vegna ráðaleysis, fábreytileika og
einsýni, að brosa smjaðurslega, annað
hvort til kvenna, í von um að lenda hjá þeim
í innkaupatöskunni, eða fjölmiðlanna, í von
um að fá auglýsingu í fimm mínútna um-
fjöllun í upplýsingaplágunni sem lærðir
þáttagerðarmenn og leikarar magna í Rík-
isútvarpinu og fylla með útsendingartím-
ann, frá tíu mínútna sakamálaleikritinu eftir
hádegi og fram að kvöldfréttum; eftir það
eru þættir morgunútvarpsins endurteknir til
að spara eða reyna að drepa þá fáu hlust-
endur sem skrúfa frá útvarpinu á kvöldin og
hafa lifað af Laufskálann og Samfélagið í
nærmynd með öllum sínum einstæðu til-
finningum.
Með auknu menningarframboði í sparða-
formi hefur góðum bókabúðum ekki aðeins
fækkað, heldur hefur þeim líka hnignað
92
TMM 1993:4