Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 14
„Þeir sem sömdu íslendingasögurnar voru gæddir hæfileikum til að koma
heimssögulegum veruleika fyrir með fáum og einföldum orðum í litlu dæmi.
Þeir kunnu að draga upp myndir sem útheimtist til æsilegrar frásögu, oít af
mönnum sem enginn kannaðist við annarsstaðar að, úr marklitlum pláss-
u
um.
Eitt af því sem einkennir norrænu nútímasöguna er að hve miklu leyti
hún sækir efnivið sinn í fábreytilegan hvunndaginn, í veröld þorpa, borgar-
hverfa og þar fram eftir götum. Að mörgu leyti má segja að á síðustu árum
og áratugum hafi bókmenntirnar færst nær kjarna alþýðlegrar frásagnarlist-
ar sem, einsog allir vita, einkennist öðru fremur af ýkjum, hjátrú og smá-
smugulegri nákvæmni; því sem er ótrúlegt en satt. Því meir sem höfundur
nálgast kjarna veruleikans, því hærra flýgur andinn.
Menn tala um að Norðurlönd standi á tímamótum, að vegir landanna liggi
í ólíkar áttir. Stundum finnst mér einsog menn haldi að Evrópa sé aðeins
einn viðskiptasamningur. Ég held að sú miðaldasagnalist sem sköpuð var af
munkum uppi á íslandi standi kjarna evrópskrar menningar nær en toll-
múrarómantík og glerhúsafundir.
Mér finnst skrýtið að sjá fisktonnum og grænmeti velt eftir samninga-
borðum og þjóðum raðað upp í hagtöflur einsog dægurlögum á vinsælda-
lista.
Áhugi umheimsins á Norðurlöndum hefur vissulega verið mismikill. Við
myndum ekki lengur belti frumstæðra þjóða, sem kunna að vera áhugaverð-
ar fyrir fólk með áhuga á mannfræði. Ferðaskrifstofur nútímans hafa fundið
enn fjarlægari verur.
En menning okkur stendur einsog klettur í hafi og áhugi umheimsins á
henni eykst stöðugt. Kvikmyndir okkar, tónlist okkar, myndlist og bók-
menntir ættu fyrir löngu að hafa kippt fótunum undan þeirri minnimáttar-
kennd sem oft hefur mátt heyra á norrænum fundum og þingum.
Við bjóðum til veislu og í henni sitja ekki aðeins æsir fornaldar og víkingar
aðframkomnir af skeggvexti, heldur nútímafólk sem hefur aflað sér mennt-
unar og þekkingar og er tilbúið að mæta nýrri öld með arf forfeðranna í
farteskinu.
Norden er i orden.
Og enn og aftur þakka ég.
8
TMM 1995:2