Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 44
Heiti bókarinnar, Svartar fjaðrir, vísar beint til eins konar stefnuskrár- kvæðis hennar, „Krummi“. Þar er hrafninn gerður að tákni hins ófágaða, grófa og upprunalega. Davíð hyllir krunkhrafnsins þó að hann lýsi jafnframt þrá þessa táknfugls síns til að „fljúga eins og svanirnir syngja.“ Raunar má telja að í þessari tvíbentu afstöðu birtist ákveðin hugmyndaleg brotalöm svipað og líka kemur fram í því að lofsyngja hina erótísku lífsnautn sem þó er „synd“. í einfaldri náttúrumynd þessa kvæðis birtir Davíð mun tveggja kynslóða: Annars vegar rómantíska fágun og upphafningu sem við þekkjum úr svana- kvæðum skálda eins og Steingríms Thorsteinssonar og Einars Benediktsson- ar. Hins vegar dýrkun hins frumstæða, sterka og upprunalega. I þeim mun blasa við grundvallarandstæður í lífsafstöðu sem þýski skáldheimspekingurinn Nietzsche kenndi fyrir aldamótin við grísku guðina Apollon og Díonýsos. Apollon var guð hinnar fáguðu listsköpunar, hörpuleiks, hugsunar og íhygli. í dýrkun hans sá Nietzsche ákveðin hnignunareinkenni grískrar menningar. Díonýsos var á hinn bóginn guð hinnar óheftu lífsnautnar, guð víns og söngs og dans, hömlulaus og sterkur. I dýrkun hans sá Nietzsche lífsþrótt og kraft upprunaleikans. Með Davíð Stefánssyni og Svörtum fjöðrum hans eignaðist Díonýsos sterkasta forsöngvara sinn meðal íslenskra skálda. Þessi tónn hafði þó legið í loftinu síðan um aldamót er skandínavískir höfundar tóku að nema eldfim vígorð hins þýska risa sem kveiktu í hugum þeirra. Líklega er Knut Hamsun frægasta dæmið um norrænan játanda hinna díonýsísku lífsgilda. Hver man ekki Inger og ísak í Gróðri jarðar. Við eigum þó svipaða dýrkendur þess krafts, sem býr í frumstæðum uppruna- leik, þar sem eru Guðmundur Friðjónsson, Þorgils gjallandi og síðar Guð- mundur G. Hagalín. I ljóðformi Davíðs eins og það birtist í Svörtum fjöðrum má í senn heyra bergmál frá hljóðfalli þjóðvísna og danskvæða sem og greina áhrif frá þeim hópi táknstefnuskálda er höfðu það að markmiði að virkja tóngildi og tónlist sjálfs málsins í ljóðum sínum. Áþekkur einfaldur, ljóðrænn kveð- skaparstíll hafði þó áður birst íslenskum lesendum á fyrstu áratugum aldarinnar. Enn munum við Jóhann Sigurjónsson, Huldu og Jóhann Gunn- ar Sigurðsson. Samt er eins og kvæði Davíðs hafi opnað mönnum öldungis nýjan heim eða varpað á hann nýju ljósi. Sigurður Nordal lýsti því síðar er hann heyrði Davíð lesa kvæði sín í fyrsta sinn: 38 TMM 1995:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.