Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 56

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Page 56
Þriðja leikrit hans, Vopn guðanna (1944), er samið út frá helgisögu um Barlaam og Jósafat, en sterkasta skírskotun þess er til samtíma pólitískra viðburða, þ.e. hrunadans einræðis í Þriðja ríki Hitlers. Sannast á þessu verki að góð meining enga gjörir stoð. Þó að boðskapur höfundar og fordæming hans á harðstjórn og alræði eigi alla samúð okkar megnar verkið ekki að lifna fyrir hugskotssjónum lesanda eða áhorfanda. Loks samdi hann Landið gleymda (1956) um örlög norrænna manna á Grænlandi forðum. í þessum orðum hefur einkum verið dvalið við ljóðlist Davíðs Stefánsson- ar, og sú er skoðun þess, er hér heldur á penna, að sem ljóðskáld muni Davíð lengst lifa. Hann notaði ljóðlist sína öðru fremur til að flytja okkur skoðanir sínar, færa okkur boðskap. Hann var langa ævi að hrópa „frá húsaþökunum“ eins og hann orðaði það sjálfur sextugur. Mörg dæmi kann sagan þess að lýðurinn, er frelsa átti, hefur grýtt spá- manninn sem hrópaði til hans lausnarorðið. Hvernig höfum við þá notað skáldskap Davíðs? Höfum við grýtt hróp- andann? Óþarft er að endurtaka með hvílíkum fögnuði Svörtum fiöðrum var tekið og fljótlega var höfundur þeirra hafmn til þjóðskálds tignar. í krafti listfengr- ar hagmælsku virtist Davíð geta ort eftir pöntun kvæði við öll tækifæri: Á hátíðarstundum tímamóta eða við heimsóknir höfðingja. Frá léttleika æsku- verkanna þróaðist ljóðstíll hans til þyngra yfirbragðs. Strax í Svörtum fjöðrum bar töluvert á spakmælakenndum fullyrðingum og máttu vel vera arfur frá þjóðvísum sem eru fullar af slíkri visku. Um miðhluta þjóðskáldsferils Davíðs geta slíkar rímaðar spakmælaromsur orðið næsta yfirþyrmandi ef lesanda þykir viska þeirra einföld og grunnfærin. Þá getur jafnvel vart dugað að grípa til huggunarorða meistara Þórbergs: „Öll ævarandi sannindi eru einföld.“27 Samtímis þessari breytingu á skáldskap Davíðs gekk þróun íslenskrar ljóðlistar í allt aðra átt og þar kom eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar að áhrifamesti brautryðjandi nýs skáldskaparstíls, Steinn Steinarr, gat leyft sér þvílíkan dóm um þjóðskáldið: Okkur hefur einnig verið kennt það, að Davíð frá Fagraskógi sé mesta núlifandi skáld íslenzku þjóðarinnar. Það má vel vera, að svo sé, en þá vil ég leyfa mér að fullyrða það, að hinir séu býsna lélegir. Og sé nokkur einstakur maður ábyrgur fyrir eymd og niðurlæg- ingu kveðskaparins á seinustu 20-30 árum, þá er það hann. Ekkert þjóðskáld annað hefur flutt með sér inn í listina svo billegan og forheimskandi áslátt. Þetta sannast að vísu átakanlegast á læri- sveinunum, svo sem vonlegt er.28 50 TMM 1995:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.