Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 52
legum presti sem varið hafði heyjum, kúgildum staðarins og sjálfri kirkjunni til að bjarga lífi sóknarbarna sinna. Félagslegar eða pólitískar ádeilur Davíðs eru sprottnar af sama grundvall- arlífsviðhorfi og siðlegar eða trúarlegar ádeilur hans: Fyrirlitningu hans á óheilindum og yfirborðsmennsku, andúð hans á misrétti og kúgun. Ótvírætt má kalla hann alþýðusinna og kenna félagslega afstöðu hans við jafnaðar- hugsjónir. Jafnframt er hann svo einstaklingshyggjumaður og fyrirlítur múg- mennsku og hóphyggju. Kvæði, sem kennd verði við félagslega ádeilu, setja alls ekki svip á Svartar fjaðrir, en strax í næstu ljóðabók, Kvceðum (1922), má sjá fyrstu dæmi slíks kveðskapar, og er því líkast sem ferð Davíðs til Ítalíu 1920-21 hafi opnað augu hans fyrir ýmsum þjóðfélagsmeinum og gert honum ljósara en áður hvar hann kysi að taka sér pólitíska stöðu. f kvæðinu „Með lestinni" gæðir hann lýsingu ferðalags með járnbrautarlest táknlegu gildi sem vísar til endalausrar vegferðar mannkyns. Þar segir hann: Eg elska hinn óæðri bekk og auðmannasætin flý. Eg elska alþýðufólkið og uni mér best hjá því, — vil heldur sjá þjónsins hægláta bros en harðstjórans valdasvip, — stíg heldur í fátækan fiskibát en fantsins lystiskip, — vil heldur krjúpa við kotungsdyr en keisarans veldisstól. — Áfram, áffam þjóta hin æðandi hjól.22 Aðra utanlandsför fór Davíð sem ætla verður að hafl örvað hann til hugsunar um pólitísk og félagsleg málefni. Sumarið 1928 tók hann þátt í kynnisferð norrænna stúdenta til Sovétríkjanna. Það voru hin róttæku, sósíalísku stúd- entasamtök Clarté sem völdu þátttakendurna.23 Síst virðist Davíð hafa blindast af hrifningarglýju í þessari ferð, en árið eftir flutti hann á Akureyri fyrirlestur um Sovétríkin og af frásögnum blaða að dæma virðist hann hafa gert sér far um að leggja hlutlægt mat á hina kommúnísku þjóðfélagstilraun sem hann hafði fengið nasasjón af þar eystra. Alltjent hefur þessi heimsókn ekki orðið til þess að beina honum frá róttæk- um jafnaðarhugmyndum því að engin ljóðabóka hans geymir jafnmörg kvæði í þeim anda og í byggðum sem kom út 1933. Þar er kvæðið „Kornhlað- an“ þar sem skáldið segir: 46 TMM 1995:2 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.