Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 123
öldin í algleymingi og þótt fólkið í smá-
bænum Kiikenstadt í Neðra-Saxlandi
reyni að leiða þá voveiflegu atburði hjá
sér teygir stríðið þangað anga sína með
komu dauðveiks gyðings á flótta. Gyð-
ingur þessi er falinn á gistihúsi bæjarins
þar sem aðalsöguhetjan, ung, lífleg og
skemmtileg stelpa Marie-Sophie að
nafni starfar sem þjónustustúlka en
henni er falið að gæta og hlúa að gyð-
ingnum uns búið er að finna honum
annan og öruggari samastað. Þótt ves-
alingurinn, eins og Marie-Sophie kallar
hann, sé ekki mikið fyrir augað, horaður,
slappur og visinn eiga þau saman
undurfallegt ástarævintýri og hnoða
saman barni (í bókstaflegum skilningi!)
áður en leiðir þeirra skiljast.
Þannig er söguþráðurinn í grófum
dráttum í Auguþín sáu mig. Hefðbundin
ástarsaga... eða hvað? Þetta er vissulega
kunnuglegt þema: tvær ókunnugar
manneskjur sem mætast í skugga
stríðsógnar, verða ástfangnar og „brenna
saman“ með hefðbundnum afleiðing-
um. En þær leiðir sem Sjón fer í þessari
sögu eru vissulega öðruvísi en gengur og
gerist í „venjulegum“ ástarsögum. Eins
og hans er von og vísa kryddar hann
söguna með alls kyns útúrdúrum og
krúsídúllum, sögum af englum og púk-
um, prinsi og glæpamönnum sem við
fyrstu sýn virðast allsendis óskyldar ör-
lagasögu persónanna en fléttast lipur-
lega saman við aðalsöguna sem verður
fyrir vikið bæði skemmtilegri og dular-
fyllri en gengur og gerist um „rauða
rómansa“.
Hliðarsögurnar eru sagðar til skiptis af
Marie-Sophie og sögumanni. Hún
styttir sjálffi sér og gyðingnum stundir
með því að segja honum alls kyns sögur
og fer létt með það enda málglöð með
afbrigðum. Af munni hennar hrýtur
t.a.m. saga af barni sem gerir óviður-
kvæmilegar athugasemdir um dverg í
sporvagni en sér að sér effir suss
mömmunnar og segir í huggunarskyni
við dverginn um leið og hann fer út:
„Mér finnst þú vera stór!“ (54). Af þess-
ari sögu má draga þá ályktun að
Marie-Sophie vilji hugga vesalinginn
þar sem hann liggur ósjálfbjarga í
eymd sinni: það er jú ekki alltaf allt
sem sýnist. Og söguna af prinsinum og
fátæku stúlkunni sem eiga sér ástar-
fund í skógi má heimfæra upp á líf
Marie-Sophie sjálfrar sem dregur þá
ályktun af eigin sögu að menn skuli
ekki leita langt yfir skammt. Þannig á
það sem gerist í hugarheimi Marie-
Sophie sér einatt samsvaranir í hennar
eigin veruleika eins og þegar hún eftir
afdrifaríkan og átakanlegan fund með
Karli Maus, manninum sem hún kallar
unnusta sinn, kemst óvænt í tæri við
„Blóðfót“, barnamorðingjann illa og
glæpahyskið sem Fritz Lang gerði um
þá eftirminnilegu kvikmynd „M“.
Þau hliðarspor sem sögumaður stíg-
ur út af beinni braut frásagnarinnar
skipta einnig máli fyrir framgang sög-
unnar þó áheyrandi hans, óþolinmóð
og drífandi kona, sé ekki alltaf á sama
máli. Sögumanni liggur ekkert á, hann
vill segja sem nákvæmast ffá enda sonur
aðalpersónanna og fýrir vikið bæði við-
kvæmari og vandvirkari en ella, enda
hans eigin sköpunarsaga í húfi. En kon-
an er ekki ginnkeypt fyrir slíkri við-
kvæmni, verður hvefsin og pirruð og
stoppar sögumann óhikað af þegar
henni finnst hann fjarlægjast efnið um
of, t.d. þegar hann í miðri spennandi
frásögn af sinni eigin sköpun fer að vísa
í Hamskipti Kafka sem í hans útgáfu
heitir reyndar Umskiptin og segir af
manni nokkrum sem vaknar upp í rúmi
sínu og uppgötvar að hann hefur breyst
í risavaxinn hvítvoðung. Þetta finnst
konunni út í hött:
TMM 1995:2
117