Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 86
óefniskennda, loftið í kringum okkur, birtan, er miðill sem leiðin til hins andlega í myndlistinni liggur í gegnum. Sumir hafa valið þann möguleika að skilja eftir ómálaða fleti sem draga þá umhverfið og efnið betur í ljós og gera mörkin þess vegna skírari milli þeirra og litaflæðisins. Og loft og litir tengjast síðan affur tónlistinni. Grískur spekingur taldi hana einu sinni vera eina upphöfnustu greinina innan listanna. Hún er búin til úr lofti þó alltaf þurfi hefðbundið hljóðfæri að koma til, eða hreinlega stafrænn hljóðhermir. En það er strax önnur saga. í skúlptúr eru það hins vegar holrýmin sem gjarnan gegna þessu sálræna hlutverki. Það sem er innan í hlutnum, það sem ekki sést. Innviðir og útlínur. Hver og einn litur hefur sína táknrænu merkingu. Þannig er blár frekar andlegur en sá rauði meira í holdlegri kantinum. Sírenur á sjúkrabílum eru bláar vegna þess að blár hefur langa bylgjulengd og sést úr órafjarlægð meðan sá rauði lokkar en bannar um leið. Sjá rauða hverfið í Hamborg eða bannskilti í umferðinni. Blanda þeirra tveggja er íjólublá; litur galdurs, samruni sálar og líkama. Purpuraliturinn er einnig áberandi í katólskri trú. Svartur og hvítur voru á endurreisnartímanum ekki taldir litir innan myndlistarinnar, en eins og við vitum varpar sá hvíti öllum litum frá sér meðan hinn svarti dregur þá í sig. Hjá alkemistum var líkaminn hins vegar svartur, litur jarðarinnar, andinn hvítur að hætti vatnsins en sálin gul eins og sólin. Þeir unnu báðum megin við landamærin, í fösum frumefnanna, og reyndu að búa til ljós í föstu formi; gullmola. Ástæða er til að nefna hér eitt fyrsta abstrakt málverkið sem rússneskur listamaður, Kasimir Malevich, málaði í byrjun aldarinnar sem svartan fern- ing ofan á hvítum ferningi. Hann vildi búa til nýtt myndmál og rjúfa hefðina við hið fígúratífa málverk, enda var þetta rétt fyrir októberbyltinguna. Aðdáun á tækni og upphafning andans/sálarinnar í algleymi nýrrar og hraðskreiðrar heimsmyndar varð til þess að fmna varð upp ný gildi. Guð var dauður og sú athöfn að taka við sakramentinu taldist til eiturlyfjaneyslu; trúin var ópíum fólksins. En þegar grannt er skoðað liggja upptök hins nýja myndmáls meðal annars í óbreytanleika grísk-orthodoxu íkonanna þó form og rýmistilfinning væru í anda tækninýjunga. Svartur og ferkantaður íkon. Trú og tækni hafa mjög gjarnan fylgst að, rétt eins og hugur og líkami. Frankenstein fæddist á tímum mikilla framfara í iðnaði og genaverkfræði fylgir þróuninni í geimvísindum. Engin myndlist verður búin til án miðilsins, efnisins, sem er millistykkið. Svipað myndmál og Malevich mótaði sjáum við í tölvumyndum í dag, sem og lífrænni form sem birtust undan pensli annars rússnesks málara á svipuðum tíma, Wassily Kandinsky. Hann skrifaði verkið „Um hið andlega í listinni“ árið 1912, þar sem hann hvarf inn í heim náttúruvísinda og 80 TMM 1995:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.