Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 48
Og endurfundum fagna sálir tvær,
sem frjálsar teyga angan þína, jörð,
og seltuna við silfurbláan fjörð.
Við stöðvum tímans vald og vængjablak —
eitt andartak, eitt andartak.12
Eins og áðan sagði eru Svartar fjaðrir auk nýjunga sinna merkar fyrir það
hve þar má eygja marga sprota þess gróðurs er síðar setti megineinkenni á
ljóðagerð Davíðs.
Náskyld þeirri lífsdýrkun, sem birtist í erótískum kvæðum Davíðs, eru
ástar- og hyllingarkvæði hans til móður jarðar, íslenskrar moldar, íslenskra
sveita, þar með auðvitað norðlenskra sveita og Eyjaíjarðar sérstaklega. Nefna
má sem dæmi þessar ljóðlínur úr „Sumarmálum“.
Eg beygi höfuð ... krýp á kné
og kyssi jarðarsvörðinn,
þó engin fóstra eins syndug sé
né svívirt eins og jörðin.
Nú finn eg sérhver sumarmál
til sælu af gömlum raunum,
og helminginn af hjarta og sál
eg henni gef— að launum.
[---]
Og núna fyrst — þá finn eg það,
hve fagurt er að lifa
og ljóðin sín á baðm og blað
með blóði sínu skrifa
[---]-13
í Svörtum fjöðrum er líka kvæðið „Moldin angar —“ þar sem skáldið unga
glímir fastar við ráðgátur lífs og dauða en í öðrum ljóðum bókarinnar. Það
hefur glatað trúnni á guð bernsku sinnar.
Eg hefi reynt að ráða gamlar gátur
og guðdóm lífsins þekki ei né skil.
Og söngur minn er bæði gleði og grátur,
og Guð eg bið, þó hann sé enginn til.
Niðurstaða glímunnar við efasemdirnar verður eins konar trúarleg sátt við
móður jörð og þau örlög að samsamast moldinni í eilífri hringrás lífs og
dauða.
En mér finst altaf moldin fara að anga,
er myrkvast loft og sést ei handaskil.
Og þegar menn ff á grafreit mínum ganga,
þá gleymist það, að eg hef verið til.
42
TMM 1995:2