Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 111
ræði karla. Hvorugt er gott. Ég kannast hins vegar ekki við að „róttækur femínísmi“ hafí ráðið menningarskrifum okkar femínistanna sem skrifað höfum og talað um íslenskar bókmenntir og skil ekki til hvers Friðrik Rafnsson er að vísa þegar hann talar um eftirfarandi: „... þegar jafn þröng- sýn kynjahyggja ryðst fram á sviðið: annaðhvort kvenna- eða karlabók- menntir skal það vera, víglínan skal dregin í mittisstað, hugsunin stjórnast af hormónum og allar efasemdir þar að lútandi eru svik við málstaðinn!" Ég vona að fram hafi komið að okkar „víglína“ er ekki dregin í mittisstað. Við getum frekar sagt eins og skáldið: „Um hjarta okkar þvert er hræelduð víglínan dregin/ en orrustan geisar í heitu höfði okkar“ (Sigfús Daðason: Hendur og orð, 1959). Lausnin er ekki sú, að við verðum eins (þ.e. öll karlar) heldur að við krefjumst þess ómögulega þ.e. jafnrétthárra andstæðna í skapandi samstarfi. Lifi mismunurinn! Aths. ritstj. Gott var að fá viðbrögð við síðustu eftirskrifum mínum, enda rituð í þeirri von. Svar Dagnýjar er fróðlegt og um margt málefnalegt eins og við var að búast á þeim bæ. Þó langar mig að gera athugasemd við tvennt. Útgangspunktur minn í hugleiðingunni um kynjahyggjuna var títtnefnt viðtal við Salle- nave. Dagný benti hins vegar á að „þegar franskar menntakonur tala um „femínisma" og „kvennabókmenntir" vísa þær til síns eigin samfélags, þar sem þessi hugtök hafa aðra sögu og merkingu en í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum.“ En er það ekki rétt munað að ágætar franskar menntakonur eins og Simone de Beauvoir og Julia Kristeva hafa mjög mótað femíníska umræðu um heim allan, þar á meðal á Islandi? Það er tómur útútsnúningur hjá Dagnýju að ég gráti forna karlveldistíma og sé haldinn „löngun til að hverfa aftur að hinu sokkna Atlantis algjörs karlveldis í menningunni." 1 því sambandi vísa ég til starfa minna á bókmenntasviðinu, m.a. þýðinga á verkum tveggja skáldkvenna. Hugleiðingu minni var fyrst og fremst beint gegn tvíhyggjunni sem vissulega hefur verið snar þáttur í hugsun okkar með afleiðingum sem allir þekkja. Einmitt þess vegna þurfum við að reyna að brjóta upp tvíhyggjuna. Kynin eru tvö, ég tek undir þá kenningu Dagnýjar, en rafskautin í höfðum manna og segulsviðin í mann- og bókmenntalífinu eru mun fleiri. Hvers vegna þá að einskorða sig sífellt við tvenndir? En ef til vill erum við Dagný í rauninni að rökræða um mun stærra málefni, nefnilega afstöðu fræðimannanna til bókmennta. Fyrir nokkrum áratugum var mjög í tísku meðal ákveðins hóps rithöfunda til hægri og vinstri að skrifa það sem kallað hefur verið afstöðubók- menntir (ff. littérature engagée), en það þýddi að skáldskapurinn þjónaði ákveðnum boðskap. Boðskapurinn var klæddur í skáldskaparbúning. Oftast nær var sannfæring höfunda svo sterk að þeir gleymdu listahlið málsins, enda er listrænt gildi þessara verka nú talið hverfandi. Nú hefiir pólitískt gildismat góðu heilli fjarað út úr bókmenntunum, en effir stendur hópur fræðimanna (einkum í húmanískum fræðum), aðallega á Norðurlöndunum og enskumæl- andi heiminum sem stundar það sem mætti kalla afstöðurannsóknir. boðskapurinn er klædd- ur í fræðilegan búning. Mikið held ég að hann Rabelais gamli skemmti sér yfir slíkum akademisma væri hann ekki dauður! Að lokum: nú á tímum fjölmiðlaveldis sem gerir allt til að steypa alla í sama mót held ég að háskólar og menningartímarit geti verið dýrmætur vettvangur fyrir raunveruleg skoðana- skipti. Það er m.a. tilgangur TMM. Því tek ég undir lokaorð Dagnýjar: „Lifi mismunurinn!“, en langar að ganga enn lengra og segi: „Lifi fjölbreytnin!" F.R. TMM 1995:2 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.