Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 113
láta hina geðsjúku söguhetju sína segja frá í fyrstu persónu eftir dauða sinn, enda bendir sögumaður á þá augljósu staðreynd að enginn ætti að segja sögu sinnar ævi fyrr en öll er. Það er rétt að hnykkja á því að með þessu tekur Einar mikla áhættu; það þarf eiginlega allt að ganga upp til þess að lesandi trúi á að geðveikur maður segi ff á, trúi á ffásögn- ina sem vegna þessa vísar ævinlega í tvær áttir. Textinn býr yfir þeirri þversögn að geðsjúkur sögumaður segir á „skipuleg- an“ hátt frá lífi sínu og sjúkdómi eftir andlát sitt. Frásögnin fer því ekki bara fram og aftur í tíma heldur jafnframt milli hins „raunverulega“ heims og túlk- unar hins geðveika á þeim sama heimi. Þetta gerir miklar kröfur til höfundar, ekki síst í stíl, en helsti styrkur bókarinn- ar og jafnframt það sem gerir hana að merkilegu bókmenntaverki er að Einari heppnast þetta og kemur þar einkum tvennt til: Ákaflega vel hugsuð og útfærð bygging sem fellur fullkomlega að efn- inu og svo stíllinn sem er í senn margræður og markviss. Með þessari frásagnaraðferð vinnst líka margt; vegna hennar skapast mikilvæg nálægð við sögumann sem skilar sér í ákaflega ein- lægri ffásögn. Formlega þætti er hins vegar aldrei hægt að slíta úr tengslum við efni sögu og hér er mikilvægt að gera strax grein fyrir því að þessi saga er táknleg í eðli sínu, allegórísk. Þótt grunnur hennar sé persónusaga þá skírskotar hún í margar áttir og verður bæði fjölskyldu- og þjóð- arsaga, auk þess sem hún hefúr að sjálf- sögðu ennþá víðari skírskotanir. Saga þessara áratuga á Islandi kallast með sér- stæðum hætti á við þá veröld sem nú blasir við, um leið og hún endurspeglar heimssöguna. Þessir eiginleikar sög- unnar þurfa ekki að koma lesendum Einars Más á óvart, þvert á móti má kalla það eitt af hans greinilegustu höfundar- einkennum hversu meðvitað hann leit- ast sífellt við að fanga hið stóra í hinu smáa, hið alþjóðlega í hinu staðbundna. Þetta táknlega eðli endurspeglast í bygg- ingu sögunnar, hún er klofin í marga smáa kafla og brot, rétt eins og vitund sögumanns. Og þessi klofningur áréttast í sjálfum stílnum: Einar skiptir af miklu öryggi milli epísks og ljóðræns stös, þar sem ljóðrænar myndir miðla sturlun- inni á talsvert annan hátt en rökleg og epísk ffásögn sögumanns; þær dýpka tilfinningu lesanda fýrir henni. Sjálf myndmálsbeitingin endurspeglar líka þennan klofning sem sagan fjallar um. Sem lítið dæmi má nefna þegar faðir Páls hefúr fengið táragas í augun (á Austurvelli 30. mars 1949) og heldur beint á spítalann til að sjá son sinn ný- fæddan. Þá segir sögumaður: „Ég sá ekki betur en tárin streymdu niður kinnar hans en vissi ekki hvort það var út af táragasinu eða mér“ (22). Tárin vísa þannig í tvær áttir, þau votta í senn um hvorttveggja, gleði og sorg! Einnig er rétt að benda á hversu mjög Einar leikur með andstæður ljóss og skugga í stö sín- um, sem vitaskuld endurspeglar efnið á sama hátt: I huga Páls skiptast á glóru- laust myrkur og bjartir heiðríkir dagar. Það er ekki síst þessi markvissa beiting myndmáls sem gerir söguna áhrifa- mikla. Þótt ljóðræn myndmálsnotkun hafi aöa tíð einkennt sagnagerð Einars þá er hún óvenju vel heppnuð hér, ekki síst vegna þess hversu vel hún feUur að efninu. Form og efni eru í fágætu jafn- vægi og vinna saman, ljóðrænu þættirn- ir hanga ekki utaná sögunni sem eintómt skraut, með fullri virðingu fyrir slíku skrauti. Frásagnaraðferð og stíll eru þannig óhemju mikilvægir þættir sögunnar og eiga drýgstan þátt í að skapa það seið- andi andrúm sem lesandi dregst smám saman inn í. Framvindan er stígandi, TMM 1995:2 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.