Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 118

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 118
þeirra verði uppurið. Þetta hráefni ligg- ur ekki í loftinu. Sagnamaðurinn skapar það að stærstum hluta sjálfur í gegnum frásögn sína. Hann sýgur í sig orðræður annarra og setur þær fram í söguhæfum búningi. í raun er því sagnamaðurinn sagnavél. Hann safnar smáatvikum, kjaftasögum, slúðri og gömlum við- burðum og ummyndar þær og eyðir þeim í frásögninni, aðeins til að halda sér á lífi. Hann þarfnast hráefnisins fyrir starfsemina og því verða fjarskyldustu uppákomur honum að matarholu. I þessari nýju skáldsögu, Kvikasilfri, eru það atvik líkt og leitin að gullskipinu á Skeiðarársandi eða Geirfmnsmálið sem stinga strax í augun en hvílíkur hafsjór af smáatvikum og tilsvörum hefúr ekki lent í gininu á vélinni. Hún reynir að forðast í lengstu lög að stöðvast. Jafnvel þótt formgerð skáldsögunnar útheimti sögulok er munnlegi sagnamaðurinn — hinn eiginlegi drifkraftur hennar — sí- fellt að reyna að sprengja þau og brjóta þau upp. Það getur rétt eins verið að sögurnar rísi upp fyrir tilverlcnað hans og breiði úr sér í nýjum sagnabálki. Lokapunkturinn í skáldsögum Einars er aldrei endanlegur. Handan við rústir sagnaheimsins er lýsingin á lífinu eftir dauðann, persónurnar geta enn af sér sögur þótt þær hafi verið jarðaðar í síð- ustu bók. I Kvikasilfri stinga til að mynda upp kollinum lítil atvik sem eiga rætur sínar í Djöflaeyjunni (1983). Persónur eins og Halli hörrikein og allt rónageng- ið (þar á meðal Baddi gamli) eða liðið á Litla Hrauni færa með sér andblæ þess skálkaheims sem dreginn var upp í Thulebálknum. Gamlir kunningjar snúa affur til að sýna að efniviðinum verða aldrei gerð tæmandi skil. Hann heldur áfram að geta af sér óendanlega möguleika, nýjar uppákomur, nýjar per- sónur. Á meðan ein saga getur gripið inn í aðra er enn líf í æðum. En andspænis sagnavélinni stendur annað afl sem verður að grípa inn í sög- urnar, eigi þær að geta fluttst úr sinni munnlegu gerð yfir í skriftina, að öðrum kosti myndi sagnaflóðið halda endalaust áfram í formleysu sinni. Þess vegna má greina tvo sögumenn í verkum Einars Kárasonar. Annar segir ffá, hinn skrifar. Annar segir frá upp á líf og dauða, heyjar sér efni, umbreytir því og spýtir því út úr sér aftur í mynd sögu. Hinn vill setja söguflóðinu takmörk. Hann safnar brotunum saman og skráir þau, gagn- rýnir, velur úr og býr til formgerð. Ann- ar er staddur utan við vinnuna, í einskonar sælulandi sagnalistarinnar. Hinn vinnur. Að endingu er það þessi starfandi sögumaður sem hefur yfir- höndina. Án skriftarinnar myndu sög- urnar eyðast í sínum sífellda flaumi. Það er aðeins hægt að marka þær af með skriftinni, aðeins á þann hátt má finna þeim aðra stefnu en þá að vera sagðar til þess eins að vera sagðar. 1 Heimskra manna ráðum vann Einar á mjög meðvitaðan hátt með þessa tvo sögumenn. Annars vegar söfnuðust eig- inleikar hins munnlega sagnamanns saman í persónu Bárðar Killians. Hins vegar var skriffarstarfið bundið við son hans, Halldór, sem er hinn eiginlegi skáld-sögumaður, sjónarhornið í báð- um bókunum er bundið við hann. Lengst af hélt hann sig í bakgrunninum en af þeim sökum var hann sá sem hafði undirtökin. Skáldsagan var hans saga, skrifuð af honum þó svo að hún byggði á sögum sem hann heyrði aðra segja. I bókinni eiga bókstaflega allir góða sögu eða hnyttin tilsvör nema sögumaður- inn. Hann er elcki að segja sögu, hann er að skrifa skáldsögu — sem er eitthvað allt annað. Þessi spenna er þróuð hér áfram. Halldór Killian er sífellt að bregða upp samspili og átökum sögumannanna. 112 TMM 1995:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.