Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 80
tómum glösum, merki um að færa mér annan bjór, þóttist ég þess fullviss að umræddur maður sem annar hermdi hinum frá hefði lýst klámmyndinni, að vísu ekki í einstökum atriðum, en þó altént í grófum dráttum: Hann hefði rætt um tilbreytingarleysið sem ein- kenndi hvert atriðið af öðru, um hinn fátæklega, beinlínis innantóma söguþráð, viðvaningslegt handbragð, en einnig um fiðringinn í sér í byrjun. En síðan, eftir um það bil þrjátíu eða fjörutíu mínútur hafi sér verið nóg boðið og hafi gengið út, fullur viðbjóðs, en þó með nokkurn hlátur í huga, og hann hafi hugsað með sér: Þetta gera þau í rauninni af skyldu, það er auðséð á þeim að þau fá borgun fyrir; en annars er þetta líkast til nákvæmlega eins hjá okkur hinum, þegar við hossumst hvert ofan á öðru. — Já, skylda —, hrópaði nú líka Kronstadt og hafði hærra en tilefni var til á þessari stundu, — Skylda! Skylda! Á því var hann alltaf stöðugt að klifa með bænarrómi til barkonunnar, auðvitað —, en hvaðan komi manni þá, með leyfi að spyrja, hvaðan komi manni þá gleði og hvaðan ástríða? Við svo búið hafi barkonan óbeðin fyllt sérríglasið hans í fjórða skiptið en hellt í hjá sjálfri sér smádreytli af þurru hvítvíni og sett hvorugt á reikning gestsins. En hann hafi ekki sopið það strax, nei, hann hafi glennt upp skjáinn og virt hana fyrir sér örvæntingaraugum, svo hermdi konan frá, með hökuna ofan í bringu, og ekki fyrr en hún hafði klingt háfættu vínglasi sínu við lágt staup hans, hafi slaknað á þessum andlitsgrettum hans og þær vikið fyrir brosi, en um leið blikað tár í vinstra auga hans. Hvaða máli skipta svo sem þessir bakverkir, á hann að hafa stunið upp á sinn sérstæða hátt, sem varð Kronstadt aðhlátursefni enn á ný: — Hvað gera þeir svo sem til, þessir bakverkir, þegar maður veit hvort sem er ekki sitt rjúkandi ráð? — Þá hafí hún skálað við hann stundar hátt og sjálf dreypt aðeins á eigin veig, en hann hafi leitt það hjá sér og haldið áfram. — Þú skilur —, hafi hann spurt, — ég fer út úr bíósalnum og er þá staddur á gangi, ég veit ekki hvar, verslanir, búðir, eintómar rúður, glerrúður sem endurspegla þrefalt eða fjórfalt, ef ég gýt augunum ögn til hliðar, það sem liggur innan við rúðurnar á móti. Þá verða yfirhafnir að fugla- hræðum í vindi, skór að stökkeðlum, skraddaragínur að dansandi konum, eða konum, þú veist, sem vagga sér, og glerið, glerið sjálft... 74 TMM 1995:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.