Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Qupperneq 80
tómum glösum, merki um að færa mér annan bjór, þóttist ég þess
fullviss að umræddur maður sem annar hermdi hinum frá hefði lýst
klámmyndinni, að vísu ekki í einstökum atriðum, en þó altént í
grófum dráttum: Hann hefði rætt um tilbreytingarleysið sem ein-
kenndi hvert atriðið af öðru, um hinn fátæklega, beinlínis innantóma
söguþráð, viðvaningslegt handbragð, en einnig um fiðringinn í sér í
byrjun. En síðan, eftir um það bil þrjátíu eða fjörutíu mínútur hafi sér
verið nóg boðið og hafi gengið út, fullur viðbjóðs, en þó með nokkurn
hlátur í huga, og hann hafi hugsað með sér: Þetta gera þau í rauninni
af skyldu, það er auðséð á þeim að þau fá borgun fyrir; en annars er
þetta líkast til nákvæmlega eins hjá okkur hinum, þegar við hossumst
hvert ofan á öðru.
— Já, skylda —, hrópaði nú líka Kronstadt og hafði hærra en tilefni
var til á þessari stundu, — Skylda! Skylda! Á því var hann alltaf stöðugt
að klifa með bænarrómi til barkonunnar, auðvitað —, en hvaðan
komi manni þá, með leyfi að spyrja, hvaðan komi manni þá gleði og
hvaðan ástríða? Við svo búið hafi barkonan óbeðin fyllt sérríglasið
hans í fjórða skiptið en hellt í hjá sjálfri sér smádreytli af þurru hvítvíni
og sett hvorugt á reikning gestsins.
En hann hafi ekki sopið það strax, nei, hann hafi glennt upp skjáinn
og virt hana fyrir sér örvæntingaraugum, svo hermdi konan frá, með
hökuna ofan í bringu, og ekki fyrr en hún hafði klingt háfættu vínglasi
sínu við lágt staup hans, hafi slaknað á þessum andlitsgrettum hans
og þær vikið fyrir brosi, en um leið blikað tár í vinstra auga hans.
Hvaða máli skipta svo sem þessir bakverkir, á hann að hafa stunið
upp á sinn sérstæða hátt, sem varð Kronstadt aðhlátursefni enn á ný:
— Hvað gera þeir svo sem til, þessir bakverkir, þegar maður veit hvort
sem er ekki sitt rjúkandi ráð? —
Þá hafí hún skálað við hann stundar hátt og sjálf dreypt aðeins á
eigin veig, en hann hafi leitt það hjá sér og haldið áfram. — Þú skilur
—, hafi hann spurt, — ég fer út úr bíósalnum og er þá staddur á gangi,
ég veit ekki hvar, verslanir, búðir, eintómar rúður, glerrúður sem
endurspegla þrefalt eða fjórfalt, ef ég gýt augunum ögn til hliðar, það
sem liggur innan við rúðurnar á móti. Þá verða yfirhafnir að fugla-
hræðum í vindi, skór að stökkeðlum, skraddaragínur að dansandi
konum, eða konum, þú veist, sem vagga sér, og glerið, glerið sjálft...
74
TMM 1995:2