Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 125
ans og hinnar guðlegu veru í ljósi sög-
unnar, út frá grandalausri þjóð sem lét
djöfulinn blekkja sig. Það er einmitt það
sem gerist uppi á himninum yfir Kiiken-
stadt en á meðan á þeirri baráttu stendur
lifir fólkið í bænum sínu venjubundna
lífi, reynir hvað það getur að leiða hörm-
ungarnar hjá sér, vonar og elskast rétt
eins og Marie-Sophie og gyðingurinn
sem verða þó að skilja. Skilnaðurinn er
óumflýjanlegur og á sér stað á sömu
stundu og ákveðin vending verður í
samskiptum satans og engilsins (stríð-
andi afla á jörðu niðri?) Svipaða nálægð
stríðsins má greina í sögunni af englin-
um Freude sem skráir draumfarir
manna í bænum og í einum af þeim
draumum leikur Hitler stórt og greini-
legt hlutverk, er eins og í sögunni sjálfri
nálægur í andanum þó maðurinn sé víðs
fjarri (100-102). Og þó að flestar
persónur bókarinnar séu bæði vel mein-
andi og friðelskandi er þar einnig að
finna illskuna holdi klædda: Karl Maus
unnusta Marie-Sophie, afbrýðisaman
og drykkfelldan náunga. Hann er nasist-
inn á svæðinu, fylgist grannt með öllu
því sem fram fer á gistihúsinu og lýkur
hlutverki sínu í sögunni eins og vænta
má af föntum af hans sauðahúsi. Sam-
skipti Marie-Sophie og Karls endur-
spegla ástandið í Evrópu þar sem Karl er
í hlutverki kúgarans en Marie-Sophie
persónugervingur hinna kúguðu,
smáðu og limlestu fórnarlamba stríðs-
ins og þannig er ógnin ávallt nálæg þó
ekkert heyrist stígvélatrampið eða vél-
byssugeltið.
Að bæta enn einu orðinu í klisjusafn-
ið og segja að Augu þín sáu mig sé marg-
slungin saga er örugglega ekki ofsagt og
hér hef ég aðeins tínt til fáar af þeim
hugleiðingum sem kviknuðu við lestur-
inn. Ég hef ekki minnst á hinar mörgu
og ólíku stíltegundir sem höfundur leik-
ur sér að jafn öruggur og fimleikamaður
í fjölleikahúsi. Ekki hafa aukapersónur
bókarinnar fengið að njóta sín í þessari
umfjöllun en þær eru ekki síður áhuga-
verðar en turtildúfurnar tvær, oft
óborganlega fyndnar, allt að því farsa-
kenndar. Ekki heldur hef ég gert húmor-
inn að sérstöku umtalsefni en textinn
leiftrar af kímni og gleði sem undirstrik-
ar einmitt lífsþorsta þessa „venjulega"
fólks sem hefur einsett sér að lifa af þrátt
fyrir aðsteðjandi ógnir. Fleira mætti
nefna enda Auguþín sáu wigflókin saga
og rík af myndum, orðum og athöfnum
sem gaman væri að skoða út ffá ýmsum
sjónarhornum. Þetta er úthugsað verkþar
sem engu orði er ofaukið, hvert tákn og
hver vísun á sér öruggan samastað í af-
burða sögu þar sem ástin sigrar grimmd-
ina og dauðann á eftirminnilegan hátt.
Sigríður Albertsdóttir
TMM 1995:2
119