Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 38
Það væri voða erfitt að lesa bókina í sundur eins og Eiríkur Jónsson hefur
lesið íslandsklukkuna. Menn leita oft langt yfir skammt þegar þeir fara að
finna föng höfundar. Ef einhverjir Stasisérfræðingar í sjúkraskjölum fengju
aðgang að arkívinu á Kleppi þá myndu þeir ekki fmna allt nákvæmlega eins
og það er í bókinni. Samt er sagan sönn. Allt sem byggist inn í heim af þessu
tagi verður satt í þeim heimi. Það má líka minna á að flestir eiga minningar
sem þeir vita ekki hvort eru sannar eða hvernig eru komnar til.
Ég myndi segja að svona vandamál væru þekkingarfræðilegs eðlis. Þó að
það geti svalað forvitni og hnýsni þá held ég að það sé mjög erfitt að lesa
sögur út frá veruleikanum eins og hann birtist hjá hagstofunni eða í síma-
skránni. En sérhver íslenskur rithöfundur sem skrifar sagnaskáldskap þarf
að lifa með því að það eru allir að leita að fyrirmyndum hjá honum. Ef hann
sættir sig ekki við það þá getur hann fengið sér annað starf. Þetta er nánast
þjóðaríþrótt, og maður ber fulla virðingu fyrir henni. íslendingar lesa skáld-
skap ekki sem skáldskap heldur sem sannleika og það er í rauninni alveg rétt
að gera það. Maður hefur heyrt söguna af því þegar Halldór Laxness var
kallaður niður á lögreglustöð eftir að Atómstöðin kom út af því að lögreglu-
stjóri vildi vita hver læknirinn væri sem framkvæmdi fóstureyðinguna á
dóttur Búa Árlands! Þarna sér maður hversu bókstaflega menn taka bók-
menntirnar. Og ég þekki það í sambandi við Riddara hringstigans að þeir
sem eru úr því umhverfi hafa margir viljað staðsetja söguna alveg nákvæm-
lega. Þú ert að tala um þetta hús þarna, segja þeir, en engir tveir nefna sama
húsið. Sem sýnir að fólk sviðsetur söguna í huganum um leið og trúir sinni
sviðsetningu.“
Hvað segir þú þá?
Eitt regnþungt síödegi,
á skipi úr víðförlum draumi,
kom sagnaþulurinn Hómer til Reykjavíkur.
Hann gekk frá hafnarbakkanum
og tók leigubíl sem ók með hann
eftir regngráum götum
þar sem dapurleg hús liðu hjá.
Við gatnamót sneri sagnaþulurinn Hómer
sér að bílstjóranum og sagði:
„Hvernig er hægt að ímynda sér
að hér í þessu regngráa
tilbreytingarleysi búi söguþjóð?"
„Það er einmitt ástæðan," svaraði bílstjórinn,
„aldrei langar mann jafnmikið
að heyra góða sögu og þegar droparnir
lemja rúðurnar."
Ur „Sagnaþulurinn Hómer“ (Klettur í hafi, 1991)
„Ég leyfi fólki að hafa
sína trú. Ég á engan einka-
rétt á réttri sviðsetningu
þegar ég hef látið verkið
fara frá mér með þessum
hætti. Svo koma líka ein-
hverjir og segja: „Þetta er
ég, en ég var ekki svona!“
Eða öfugt: „Þú ert með
þetta atvik þarna en það
vantar mig!“ Mér finnst
öll þessi flóra, viðtökurn-
ar, sem sé hvernig fólk
nemur bókmenntirnar,
hvernig það lifir með þeim
32
TMM 1995:2
J