Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Blaðsíða 68
við með bakið snúandi við mér: — Mér svona datt í hug að í kvöld væri ágætt, — verðum víst að ganga einhvern veginn frá þessu, ekki satt? Ég vil ekki vera aðgangsharður, þú veist það, en ... og þetta er nú orðnir hvað? Þrír, íjórir mánuðir, er það ekki? Þegar blessuð börnin eru komin í ró kannski? — Ég svara engu, enn fálmandi eítir húslyklinum í tösku og vösum þegar dyrnar opnast og ég slepp frá rödd hans, áleitinni og auðmjúkri í senn. Börnin bíða bæði í forstofunni ineð þögla spurn í augum, búin að bíða, bíða allan morguninn eftir að mamma komi til baka. Hvað skyldu þau hafa heyrt áður en þau opnuðu, hve mikið skilið? Tólf og þrettán ára? Alltof mikið. Börnin mín, fullkomnasta smíð skaparans, borin í þennan heim til frelsis og virðingar. Ég horfi á þau eins og ég sé að sjá þau í fyrsta sinn, rétt eins og þegar ég fékk þau í fangið nýfædd og fann fögnuðinn og lífskraftinn duna í æðunum líkt og ölvun. Þau standa þarna hlið við hlið án þess að segja orð, hann dökkur með litaraft ömmu minnar, hún ljós. Börnin mín, sem hafa þó augun mín. Augu, sem strax skilja án þess að nokkur spurning hafi verið borin upp. Skilja að mamma fékk ekki neitt, að enginn verður sendur út í búð í þetta sinn til að kaupa í matinn og kannski bland í poka fyrir hundraðkall í leiðinni, að kannski verðum við senn að flytja einu sinni enn. Og hún, stúlkan mín ljóshærð og litfríð segir svipbrigðalaus: — Ég lagaði kaffí handa þér, mamma — og togar um leið í bróður sinn. Á lægri nótunum: — komdu, sérðu ekki að mamma ... — Framhaldið utan heyrnarmáls ellegar hún hefur lækkað röddina niður í hvísl til að forðast reiði mína: mamma er í vondu skapi — mamma er fúl — blönk — ómöguleg ... Betur komin annars staðar — undir skemmdum, — skemmdum ... Ég sest með kaffíbollann við eldhúsborðið og horfi út um gluggann. Hann er enn að fyrir utan, að dunda sér fram yfir hádegið. Dunda sér, það var orðið. Við hvað í ósköpunum er illskýranlegt: hálfhrunið 62 TMM 1995:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.