Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Qupperneq 118
þeirra verði uppurið. Þetta hráefni ligg-
ur ekki í loftinu. Sagnamaðurinn skapar
það að stærstum hluta sjálfur í gegnum
frásögn sína. Hann sýgur í sig orðræður
annarra og setur þær fram í söguhæfum
búningi. í raun er því sagnamaðurinn
sagnavél. Hann safnar smáatvikum,
kjaftasögum, slúðri og gömlum við-
burðum og ummyndar þær og eyðir
þeim í frásögninni, aðeins til að halda
sér á lífi. Hann þarfnast hráefnisins fyrir
starfsemina og því verða fjarskyldustu
uppákomur honum að matarholu. I
þessari nýju skáldsögu, Kvikasilfri, eru
það atvik líkt og leitin að gullskipinu á
Skeiðarársandi eða Geirfmnsmálið sem
stinga strax í augun en hvílíkur hafsjór
af smáatvikum og tilsvörum hefúr ekki
lent í gininu á vélinni. Hún reynir að
forðast í lengstu lög að stöðvast. Jafnvel
þótt formgerð skáldsögunnar útheimti
sögulok er munnlegi sagnamaðurinn —
hinn eiginlegi drifkraftur hennar — sí-
fellt að reyna að sprengja þau og brjóta
þau upp. Það getur rétt eins verið að
sögurnar rísi upp fyrir tilverlcnað hans
og breiði úr sér í nýjum sagnabálki.
Lokapunkturinn í skáldsögum Einars er
aldrei endanlegur. Handan við rústir
sagnaheimsins er lýsingin á lífinu eftir
dauðann, persónurnar geta enn af sér
sögur þótt þær hafi verið jarðaðar í síð-
ustu bók. I Kvikasilfri stinga til að mynda
upp kollinum lítil atvik sem eiga rætur
sínar í Djöflaeyjunni (1983). Persónur
eins og Halli hörrikein og allt rónageng-
ið (þar á meðal Baddi gamli) eða liðið á
Litla Hrauni færa með sér andblæ þess
skálkaheims sem dreginn var upp í
Thulebálknum. Gamlir kunningjar
snúa affur til að sýna að efniviðinum
verða aldrei gerð tæmandi skil. Hann
heldur áfram að geta af sér óendanlega
möguleika, nýjar uppákomur, nýjar per-
sónur. Á meðan ein saga getur gripið inn
í aðra er enn líf í æðum.
En andspænis sagnavélinni stendur
annað afl sem verður að grípa inn í sög-
urnar, eigi þær að geta fluttst úr sinni
munnlegu gerð yfir í skriftina, að öðrum
kosti myndi sagnaflóðið halda endalaust
áfram í formleysu sinni. Þess vegna má
greina tvo sögumenn í verkum Einars
Kárasonar. Annar segir ffá, hinn skrifar.
Annar segir frá upp á líf og dauða, heyjar
sér efni, umbreytir því og spýtir því út
úr sér aftur í mynd sögu. Hinn vill setja
söguflóðinu takmörk. Hann safnar
brotunum saman og skráir þau, gagn-
rýnir, velur úr og býr til formgerð. Ann-
ar er staddur utan við vinnuna, í
einskonar sælulandi sagnalistarinnar.
Hinn vinnur. Að endingu er það þessi
starfandi sögumaður sem hefur yfir-
höndina. Án skriftarinnar myndu sög-
urnar eyðast í sínum sífellda flaumi. Það
er aðeins hægt að marka þær af með
skriftinni, aðeins á þann hátt má finna
þeim aðra stefnu en þá að vera sagðar til
þess eins að vera sagðar.
1 Heimskra manna ráðum vann Einar
á mjög meðvitaðan hátt með þessa tvo
sögumenn. Annars vegar söfnuðust eig-
inleikar hins munnlega sagnamanns
saman í persónu Bárðar Killians. Hins
vegar var skriffarstarfið bundið við son
hans, Halldór, sem er hinn eiginlegi
skáld-sögumaður, sjónarhornið í báð-
um bókunum er bundið við hann.
Lengst af hélt hann sig í bakgrunninum
en af þeim sökum var hann sá sem hafði
undirtökin. Skáldsagan var hans saga,
skrifuð af honum þó svo að hún byggði
á sögum sem hann heyrði aðra segja. I
bókinni eiga bókstaflega allir góða sögu
eða hnyttin tilsvör nema sögumaður-
inn. Hann er elcki að segja sögu, hann er
að skrifa skáldsögu — sem er eitthvað
allt annað.
Þessi spenna er þróuð hér áfram.
Halldór Killian er sífellt að bregða upp
samspili og átökum sögumannanna.
112
TMM 1995:2