Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 48
Og endurfundum fagna sálir tvær, sem frjálsar teyga angan þína, jörð, og seltuna við silfurbláan fjörð. Við stöðvum tímans vald og vængjablak — eitt andartak, eitt andartak.12 Eins og áðan sagði eru Svartar fjaðrir auk nýjunga sinna merkar fyrir það hve þar má eygja marga sprota þess gróðurs er síðar setti megineinkenni á ljóðagerð Davíðs. Náskyld þeirri lífsdýrkun, sem birtist í erótískum kvæðum Davíðs, eru ástar- og hyllingarkvæði hans til móður jarðar, íslenskrar moldar, íslenskra sveita, þar með auðvitað norðlenskra sveita og Eyjaíjarðar sérstaklega. Nefna má sem dæmi þessar ljóðlínur úr „Sumarmálum“. Eg beygi höfuð ... krýp á kné og kyssi jarðarsvörðinn, þó engin fóstra eins syndug sé né svívirt eins og jörðin. Nú finn eg sérhver sumarmál til sælu af gömlum raunum, og helminginn af hjarta og sál eg henni gef— að launum. [---] Og núna fyrst — þá finn eg það, hve fagurt er að lifa og ljóðin sín á baðm og blað með blóði sínu skrifa [---]-13 í Svörtum fjöðrum er líka kvæðið „Moldin angar —“ þar sem skáldið unga glímir fastar við ráðgátur lífs og dauða en í öðrum ljóðum bókarinnar. Það hefur glatað trúnni á guð bernsku sinnar. Eg hefi reynt að ráða gamlar gátur og guðdóm lífsins þekki ei né skil. Og söngur minn er bæði gleði og grátur, og Guð eg bið, þó hann sé enginn til. Niðurstaða glímunnar við efasemdirnar verður eins konar trúarleg sátt við móður jörð og þau örlög að samsamast moldinni í eilífri hringrás lífs og dauða. En mér finst altaf moldin fara að anga, er myrkvast loft og sést ei handaskil. Og þegar menn ff á grafreit mínum ganga, þá gleymist það, að eg hef verið til. 42 TMM 1995:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.