Tímarit Máls og menningar - 01.06.1995, Síða 52
legum presti sem varið hafði heyjum, kúgildum staðarins og sjálfri kirkjunni
til að bjarga lífi sóknarbarna sinna.
Félagslegar eða pólitískar ádeilur Davíðs eru sprottnar af sama grundvall-
arlífsviðhorfi og siðlegar eða trúarlegar ádeilur hans: Fyrirlitningu hans á
óheilindum og yfirborðsmennsku, andúð hans á misrétti og kúgun. Ótvírætt
má kalla hann alþýðusinna og kenna félagslega afstöðu hans við jafnaðar-
hugsjónir. Jafnframt er hann svo einstaklingshyggjumaður og fyrirlítur múg-
mennsku og hóphyggju.
Kvæði, sem kennd verði við félagslega ádeilu, setja alls ekki svip á Svartar
fjaðrir, en strax í næstu ljóðabók, Kvceðum (1922), má sjá fyrstu dæmi slíks
kveðskapar, og er því líkast sem ferð Davíðs til Ítalíu 1920-21 hafi opnað
augu hans fyrir ýmsum þjóðfélagsmeinum og gert honum ljósara en áður
hvar hann kysi að taka sér pólitíska stöðu. f kvæðinu „Með lestinni" gæðir
hann lýsingu ferðalags með járnbrautarlest táknlegu gildi sem vísar til
endalausrar vegferðar mannkyns. Þar segir hann:
Eg elska hinn óæðri bekk
og auðmannasætin flý.
Eg elska alþýðufólkið
og uni mér best hjá því, —
vil heldur sjá þjónsins hægláta bros
en harðstjórans valdasvip, —
stíg heldur í fátækan fiskibát
en fantsins lystiskip, —
vil heldur krjúpa við kotungsdyr
en keisarans veldisstól.
— Áfram, áffam þjóta
hin æðandi hjól.22
Aðra utanlandsför fór Davíð sem ætla verður að hafl örvað hann til hugsunar
um pólitísk og félagsleg málefni. Sumarið 1928 tók hann þátt í kynnisferð
norrænna stúdenta til Sovétríkjanna. Það voru hin róttæku, sósíalísku stúd-
entasamtök Clarté sem völdu þátttakendurna.23
Síst virðist Davíð hafa blindast af hrifningarglýju í þessari ferð, en árið
eftir flutti hann á Akureyri fyrirlestur um Sovétríkin og af frásögnum blaða
að dæma virðist hann hafa gert sér far um að leggja hlutlægt mat á hina
kommúnísku þjóðfélagstilraun sem hann hafði fengið nasasjón af þar eystra.
Alltjent hefur þessi heimsókn ekki orðið til þess að beina honum frá róttæk-
um jafnaðarhugmyndum því að engin ljóðabóka hans geymir jafnmörg
kvæði í þeim anda og í byggðum sem kom út 1933. Þar er kvæðið „Kornhlað-
an“ þar sem skáldið segir:
46
TMM 1995:2
J