Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Qupperneq 42

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Qupperneq 42
SIGRlÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR brjótast út úr viðjum hefðbundinnar frumspeki vegna þess að kenning hans byggir á frumsannindum um eðli gervallrar tilverunnar og felur þar með í sér heilsteypta heimsmynd. Ef við samþykkjum túlkun Heideggers er heimspeki Nietzsches um vilj- ann, samanborið við yfirskilvitleg eða „guðdómleg sannindi“ platónsku frumspekinnar, afhelguð eða veraldleg frumspeki sem er skilyrt af endan- leika mannlegrar tilveru og hugsunar.8 Heideggur telur aftur á móti sína eigin heimspeki, sem hann kallaði „grundvallarverufræði“, vera upphaf nýrrar hugsunar eftir endalok hefðbundinnar frumspeki, sem var að hans mati ófær um að ígrunda veruna sem grundvöll tilveru mannsins.9 Eftir að hinar viðamiklu rannsóknir Heideggers á heimspeki Nietzsches komu út árið 1961 hafa túlkendur séð sig knúna til að taka afstöðu til þess hvort beri að líta á meginkenningar Nietzsches sem frumspeki. Þrátt fyrir tilraun sína til að lýsa veru mannsins í heimi hringrásar viljaferla leitast Nietzsche við að grafa undan kerfisbundinni hugsun af frumspekilegum toga. Hvernig má túlka hinn afóríska og brotkennda heimspekitexta Nietzsches sem einkennist af andófi gegn æðstu lögmálum og kerfisbundnu heildarsamhengi tilverunnar sem heildstæða heimspeki í anda hefðbund- innar frumspeki, eins og Heidegger gerir? Jacques Derrida hefur andmælt túlkun Heideggers á Nietzsche sem síðasta frumspekingnum. Að mati Derr- idas sprengir heimspeki Nietzsches af sér höft frumspekinnar og opnar þannig nýjar og ókannaðar leiðir fyrir hugsunina. Derrida, sem þróar af- byggingu sína á hefðbundinni ffumspekilegri hugsun á grundvelli gagnrýni Nietzsches, telur verufræði Heideggers aftur á móti mun bundnari frum- spekihefðinni en heimspeki Nietzsches. I eftirfarandi umfjöllun er ætlunin að huga nánar að sannleikskenningu Nietzsches með hliðsjón af hinum andstæðu túlkunum Heideggers og Derridas. Staðhæfingar Nietzsches um sannleika eru mótsagnakenndar og gefa því, a.m.k. við fyrstu sýn, tilefni til jafn andstæðra túlkana og birtast í afstöðu Heideggers og Derridas. Túlkun Heideggers er studd af fullyrð- ingum Nietzsches um sannleika helstu kenninga sinna. Nietzsche skilgreinir t.d. kenninguna um eilífa endurkomu hins sama, sem spámaðurinn Zara- þústra boðar, sem hinn „erfiðasta sannleika“.10 Á öðrum stöðum í verki sínu hafnar hann hins vegar alfarið algildi sannleikans og segir samtímann ein- kennast af tómhyggju eftir hrun æðstu siðferðisgilda og sannleiksviðmiða. Tómhyggjan merkir að ekkert sé satt, allt sé leyfilegt. Túlkun Derridas gengur út frá slíkum fullyrðingum um afstæði sannleikans. En áður en lengra er haldið er þarft að spyrja hvaða augum beri að líta á sjálfar mótsagnirnar í heimspeki Nietzsches. Nietzsche er þekktur fyrir að vera heimspekingur mótsagna, en hinar ólíku túlkanir á heimspeki hans bera 40 TMM 1997:3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.