Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Side 91

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Side 91
JÓHANN MAGNÚS BJARNASON ast evrópskum anda. Menn geta deilt um hvernig sú blöndun reynist, og víst eru ævintýrin misjöfh, en það er einsog áður, innan um glitrar. Jóhann hélt mjög upp á skáldkonuna Pauline E. Johnson, jafnvel sjálfur Shakespeare mátti hopa á stundum. Hún var af indíánaættum og orti ljóð og sagði sögur út fr á uppruna sínum. Á þennan hátt auðgaði Jóhann Magnús Bjarnason íslenskar bókmenntir af nýjum tóni, sem er vel við hæfi, því indíánar reyndust íslendingum vel á Nýja-íslandi í upphafi. Jóhann Magnús má heita fyrstur vestur-íslenskra skálda til að greiða þá skuld að nokkru, því ljóðskáldin Guttormur J. og Stephan G. höfðu ort fremur kæruleysislega um þessi náttúrubörn, nokkuð í anda hefðbundinna viðhorfa hins hvíta manns. Jóhann Magnús stígur þar skrefi lengra en þeir, teygir sig út yfir lífseiga fordóma eins kynþáttar gagnvart öðrum. Að vísu er hann ekki alltaf jafn farsæll í umfjöllun sinni um aðra kynþætti, það verður að játast: í Brasilíu- förunum og víðar ber hann keim af Kipling og fleiri spámönnum sem töldu yfirburði hvíta kynstofnsins augljósa og leiddu til þess að löngu síðar á Djúpavogi langaði Stefán Jónsson í bernsku svo mikið til að sjá hvítan mann að vinur hans hljóp heim í blóðspreng og sótti spegil og sýndi honum sjálfan sig — sem að vísu urðu gífurleg vonbrigði. Það er einsog það hafi tekið Jóhann Magnús nokkuð langan tíma að yfirvinna kreddurnar sem ríktu í blöndu þjóðanna vestra, en það má rekja sig eftir þróun hugsunar hans í þessum efnum með því að fara gegnum bækur hans frá upphafi til loka, og á endanum horfir hann undan handarjaðri Emersons og Thoreaus og skilur bræðralag mannkyns dýpri skilningi, enda var það að öllu leyti í betra samræmi við annars heilshugar bróðurþel hans í garð annarra manna. Sögur hans um einstaklinga af íslensku bergi brotna í Vesturheimi eru á vissan máta framlag til Sögu íslendinga í Vesturheimi. Að sumu leyti mætti jafnvel segja að sögur hans nálgist þá nýju aðferð í sagnfræði sem kallast einsaga, þar sem hið einstaka er látið spegla heildina, og vitaskuld renna oft saman skil sagnfræði og skáldskapar ekki síst í nýjum skáldskap, til dæmis ágætum heimildaskáldsögum Böðvars Guðmundssonar. Nýlega kom út athyglisverð bók þar sem notuð er aðferð einsögunnar; Menntun, ást og sorg eftir Sigurð Gylfa Magnússon. Þar er fjallað um dagbækur tveggja bræðra vestur á Ströndum, fróðleiksþrá þeirra, lífsbaráttu og áföll og hvernig allt þetta birtist á síðum dagbóka þeirra og speglar í raun heilt samfélag á mótum gamals og nýs tíma. í þeirri dagbók sem Jóhann Magnús hélt er að vísu minna fjallað um ytri atburði en í dagbókum bræðranna, en þess meiri áhersla lögð á innra lífið. En meðal annars eiga dagbækur þessara þriggja manna það sameiginlegt að sífellt er verið að tala um hvað verið sé aö lesa. Jóhann Magnús er að stærstum hluta sjálfmenntaður alþýðumaður einsog þeir bræð- TMM 1997:3 89
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.