Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Síða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Síða 104
BÖÐVAR GUÐMUNDSSON Mér fannst einmitt í nafni greinar þinnar vera sams konar leikur að orðum. Þú átt vonandi ekki við salt og pipar í bókstaflegri merkingu, þegar þú talar um krydd? Og einnig fer fyrir brjóstið á þér það myndmál sem þær stöllur nota, þegar þær tala um tilurð bókar sem fæðingu. Já, satt er það, okkur körlum verður stundum drumbs um, þegar konur tala á sína tungu um vísindi sem eru grundvölluð af okkur. En hér eru þær stöllur svo greinilega að leika sér að þessari fæðingarmynd, alveg án tillits til þess hvað körlum gæti fúndist það dónalegt. Það sést best ef svar Steinunnar er lesið með og spurning Úlfhildar ekki slitin úr samhengi við það. ÚLFHILDUR Eigum við ekki bara að byrja á nýju bókinni, sjálfum Hjartastaðnum? Hvað hefur hún eiginlega verið lengi í burðarliðnum7. STEINUNN Ég er farin að mæla meðgöngutíma bóka í óléttum og barneignum annarra. Systursonur minn var á leiðinni þegar ég byrjaði... Ég verð nú bara að játa það, að mér finnst þetta þrælskondið. Og kemur þá að sjálfu óberminu, hinu ættsmáa orði, sögninni að upplifa og nafnorðinu upplifun. Mikið finnst mér þú misskilja þetta orð. Ég hef nú bara aldrei upplifað annað eins. Ég gríp enn íslenska orðabók. Þar stendur: upp-lifa S lifa, reyna: Það sem ég hef upplifað það sem hefur komið fyrir mig; skynja: u. e-ð svo eða svo. upp-lifun KV það að lifa, reyna e-ð, lífsreynsla, ævintýri, viðburður. Á þeim dæmum sem Islensk orðabók gefur, og hefðu vel mátt vera fleiri, er auðséð að þessi sögn lýsir hugblæ, hughrifum og kennd sem tengist almennri reynslu frekar en einhverju konkretara reynslusviði, svo sem sjón, heyrn, bragði og þef. Hún getur lýst þessu öllu í senn en einnig sérstakri skynjun við ákveðna reynslu, sem ofin er úr fleiri og flóknari þáttum. Við erum því hér með orð sem erfitt er að gefa algilda, nákvæma merkingu, enda á orðið jafnt við þau hughrif sem við höfum gefið nöfh, sem þau miður kunnu hrifin í okkar sefa. „Hvernig upplifirðu tímann þegar þú ert að skrifa bók?‘ - merkir alls ekki það sama og „Hvernigskynjarðu tímannþegarþú ert að skrifa bók?‘ - eins og þú virðist gera ráð fyrir. Það má vel vera að bændur í Hvítársíðu hafi ekki kunnað neina íslensku 102 TMM 1997:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.