Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Qupperneq 104
BÖÐVAR GUÐMUNDSSON
Mér fannst einmitt í nafni greinar þinnar vera sams konar leikur að
orðum. Þú átt vonandi ekki við salt og pipar í bókstaflegri merkingu, þegar
þú talar um krydd?
Og einnig fer fyrir brjóstið á þér það myndmál sem þær stöllur nota, þegar
þær tala um tilurð bókar sem fæðingu. Já, satt er það, okkur körlum verður
stundum drumbs um, þegar konur tala á sína tungu um vísindi sem eru
grundvölluð af okkur. En hér eru þær stöllur svo greinilega að leika sér að
þessari fæðingarmynd, alveg án tillits til þess hvað körlum gæti fúndist það
dónalegt. Það sést best ef svar Steinunnar er lesið með og spurning Úlfhildar
ekki slitin úr samhengi við það.
ÚLFHILDUR
Eigum við ekki bara að byrja á nýju bókinni, sjálfum Hjartastaðnum?
Hvað hefur hún eiginlega verið lengi í burðarliðnum7.
STEINUNN
Ég er farin að mæla meðgöngutíma bóka í óléttum og barneignum
annarra. Systursonur minn var á leiðinni þegar ég byrjaði...
Ég verð nú bara að játa það, að mér finnst þetta þrælskondið.
Og kemur þá að sjálfu óberminu, hinu ættsmáa orði, sögninni að upplifa
og nafnorðinu upplifun. Mikið finnst mér þú misskilja þetta orð. Ég hef nú
bara aldrei upplifað annað eins. Ég gríp enn íslenska orðabók. Þar stendur:
upp-lifa S lifa, reyna: Það sem ég hef upplifað það sem hefur komið
fyrir mig; skynja: u. e-ð svo eða svo.
upp-lifun KV það að lifa, reyna e-ð, lífsreynsla, ævintýri, viðburður.
Á þeim dæmum sem Islensk orðabók gefur, og hefðu vel mátt vera fleiri, er
auðséð að þessi sögn lýsir hugblæ, hughrifum og kennd sem tengist almennri
reynslu frekar en einhverju konkretara reynslusviði, svo sem sjón, heyrn,
bragði og þef. Hún getur lýst þessu öllu í senn en einnig sérstakri skynjun
við ákveðna reynslu, sem ofin er úr fleiri og flóknari þáttum. Við erum því
hér með orð sem erfitt er að gefa algilda, nákvæma merkingu, enda á orðið
jafnt við þau hughrif sem við höfum gefið nöfh, sem þau miður kunnu hrifin
í okkar sefa.
„Hvernig upplifirðu tímann þegar þú ert að skrifa bók?‘ - merkir alls ekki
það sama og „Hvernigskynjarðu tímannþegarþú ert að skrifa bók?‘ - eins og
þú virðist gera ráð fyrir.
Það má vel vera að bændur í Hvítársíðu hafi ekki kunnað neina íslensku
102
TMM 1997:3