Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Page 111
RITDÓMAR
í fáum ljóða bókarinnar er vísað berum
orðum til kunnuglegra kennileita eða
persóna, aftur á móti eru margvísleg
nöfn jurta tilgreind (sum þeirra hugvits-
samleg smíð höfundar), og ekki er skort-
ur á dýrum, húsmunum og búshlutum í
ljóðunum.
Gyrðir Elíasson hefur ekki valið sér að
yrkja um ys og þys aldarinnar, ærandi
popp- og tæknimenningu okkar tíma,
ljóð hans eru ekki andsvar við atburðum
líðandi stundar, heldur hverfast þau um
hljóðláta hugarveröld einstaklings, beyg
hans og ástarþrá, vonbrigði, söknuð og
gleði. Ljóðin eru ort til hugarhægðar,
huggunar. Skáldið fylgist, oft í svefhi eða
vökudraumi, með föstum gangi dægr-
anna, dagrenningu, sólsetri, það finnur
minningar vakna, það „dreymir í leiðslu
lífsins draum“. í svefnljóði, sem kallast
Svefninti og lífið, segir í niðurlagsorðum:
„Ekki er mark að draumum,“
hugsar hann í svefhinum,
en þessi draumur er einsog
lífið:
Hann rætist um leið
og hann er dreymdur
Galdur
Ekkert skáld hér á landi hefur nú undan-
farin ár verið eins kennt við galdur í rit-
dómum og umsögnum sem Gyrðir
(honum hefur að því leyti verið líkt við
skáld fornaldar, sem voru: seiðkarlar,
völvur, spámenn). Ég er ekki viss um, að
Gyrði þyki þessi ldisjukennda stílgald-
urseinkunn gagnrýnenda góð. Samt er
eins og hann treysti um of á töframátt í
ljóðagerð sinni, telji að stemmningar, þó
snjallar séu, og myndir einar sér - án
bragíþróttar - hafi í sér nægan mátt til að
bera uppi heilt ljóðasafn.
Gyrðir Elíasson er þjóðlegur höfund-
ur, margt í list hans tengist sögu og nátt-
úru íslands og er það vel, en að þessu
sinni lýsir hann árstíð sem hið ytra er
framandleg skynjun íslendings, Indian
Summer. Sú birta er helst einkennir
indíánasumar, innan dyra sem utan, er
dauflýsi, móska í ýmislegri mynd eða
rökkurhúm. Á nokkrum stöðum er
beinlínis vikið að móðusýn: „Daggar-
móða fellur á/ gleraugun hans, en
hann/les áffam“, segir í ljóðinu Eldritið.
„f móðu glerjanna/ sígur sólarbátur/ að
landi“ (Milli fjalls ogfjöru). Og í móðu
vindlareyks breytast kvistir í viði „hægt í
stjörnur,/ daufstirni á/ himin-/ gólfinu“
(/ vinnustofunni). Á hinn bóginn er sól-
skinið í ljóðum bókarinnar oft undarlega
bjart, ofurbirta.
Nú er ekki leyfilegt að gera aðrar kröf-
ur til skálda en að þau séu trú sjálfum sér,
og það er Gyrðir sannarlega. Hann lýsir
veröld sinni með næmum augum fagur-
kera og er að jafnaði smekkvís í skáldskap
sínum. Hins vegar er stundum engu lík-
ara en að hálf-vélvirk „listræn tilfinning"
taki af honum ráðin, ljóðin fari næstum
að yrkja sig sjálf. Dæmi um þetta er lita-
notkun, myndsýn hans sums staðar:
græni lampinn í græna húsinu -
skugginn af rauða timburhúsinu - í
dumbungi tveir menn í dökkbláum
peysum - glampar á stál við bláa húsið -
á klöppum leikur maður á harmóniku í
kvöldlogni - konur standa á trébryggju
og veifa hvítum nærfötum í logni - lækn-
ir á hvítum slopp sest í gula og græna
brekku - hvíthærður strákur með svartar
gleraugnaumgjarðir - tungl yfir bláu
þaki á vornótt — ljós silast ofan hlíðina
einsog gömul kona beri stormlukt í logn-
inu - frammi á klöppum kona með strá-
hatt - kona úr gula húsinu hengir upp
dökkan kjól - gul hús í túni sem enn er
grænt - tungl birtist einsog lukt bakvið
kínverskan skerm ...
Hámarki nær „listræn tilfinning“ af
þessu tagi í ljóði, sem þó er sniðuglega
saman settur mánudagsblús og nefnist
Einlitur dagur (annað blátt ljóð í sama
dúr er í bókinni og heitir Einlit nótt):
TMM 1997:3
109