Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 46
BIRNA BJARNADÚTTIR illa á loít. Það er heldur ekki nóg að sækjast frekar eftir því sem er göfugt en ánægjulegt, bætir Plótínos við. í örvæntingu fellur fólk aftur í farveg efnis, þann sem það vildi losna úr. En hvernig, spyr Plótínos, heldur maður þangað sem fegurðina sjálfa er að finna, á þennan stað raunveruleikans, þangað sem maður á heima? Til þess þarf maður að elska hugsunina og búa af náttúr- unnar hendi yfír viljanum til hugsunar: Vígður þjáningu ástar, leitar maður í fegurð sálar. Síðan rís maður upp í elsku sálarinnar og þaðan áfram hvað sem á vegi manns verður þar til því besta er náð. Á þeim stað og í því sem Plótínos kallar lögmál huglægni, eygir maður reynsluna af sjálfsprottinni fegurð. Og það er í henni sem ósefandi þjáningin finnur loks hvíld.5 Slík er svimandi leit Plótínosar að ósvikinni tilvist. Hér verður þó ekki fjallað frekar um hana, heldur spurt um reynslu annarra af þeirri fegurð sem verður til með þátttöku manns, þeirra sem spyrja í anda Plótínosar um hreyfinguna frá ánægju (hrifningu) til andúðar, ítök hreyfmgarinnar fyrir anda og tilfmningar og hvernig þátttakan tekur á sig mynd þjáningar ástar: Hvert er samband manns og fegurðar? Hvernig elskar maður í fegurð sem fengin er að láni? Hvernig leita ég að fegurð sem er frjáls undan fláræði skynjunarinnar? Allt eru þetta spurningar í anda Plótínosar. Játningar Ágústínusar, svo fornt dæmi sé tekið, geyma spurningar af þessu tagi, bókin sem heimspekingurinn Wittgenstein segir hugsanlega alvarleg- ustu bók allra tíma. í Játningunum má enda lesa um alvöru þátttöku, en líkt og Plótínos heldur Ágústínus þangað sem hann á heima, á vit raunveruleik- ans. Þar tekur fegurðarþráin sér bólstað í skýlausri meðvitund um fláræði skynjunarinnar og frá platónsku sjónarhorni verður vart lengra komist, vilji maður leita að fegurð. En frá kristnu sjónarhorni, þeirri kenningu sem boðar trú á ábyrgð manns í ástinni, kann Ágústínus að unna reynslu hugarins úr hófi fram: Þegar kemur að einu helsta boðorði kristni er Ágústínus á flæðiskeri staddur, eða hvernig fær hann elskað náungann eins og sjálfan sig finni hann sjálfúm sér (ást sinni) stað í vitneskjunni um eigið fláræði? Ólíkt Plótínosi fær Ágústínus þó ekki lifað reynslu hugarins einn með sjálfum sér. Svo er erfðasyndinni fyrir að þakka, þessu hnífsblaði í huganum sem brýnir í vöku jafnt sem svefhi ósefandi þjáningu Ágústínusar þar til hjarta hans og hugur eiga allt sitt undir guði. Fegurðarþráin verður heilög sem og allt hans innra líf og hafi hugmyndir Plótínosar markað djúp spor í vestræna menn- ingu, getur kenning Ágústínusar um heilagleika innra lífs talist jafh afdrifa- rík. Hér á eftir verður fjallað nánar um þennan margslungna vef platónskra og kristinna hugmynda í frásögn af raunveruleika innra lífs. í því efni væri freistandi að kalla til tvo seinni tíma hugsuði, þá Kierkegaard og Nietzsche, en báðir eru þeir sagðir arftakar Ágústínusar í hugsun. Heimspekingurinn 36 TMM 1998:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.