Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Qupperneq 126
RITDÓMAR
með gróteskri uppbyggingu. Uppbygg-
ingin er aftur gerð grótesk, eða bundin
jörðinni, með hringlaga tíma (tíma
náttúrunnar), óræðri sjálfsmynd og
ófrjálsri hvað varðar formgerðir og við-
tökur. Það sem máli skiptir hér er til-
hneigingin til að bregðast hefðbundnum
væntingum viðtakenda og virðist mér
verkið markvisst byggt upp með það
fyrir augum.
„hver er þessi ég sem aðrir sjá?“
í fyrsta kafla bókarinnar The Female
Grotesque: Risks, Excess and Modernity,
álítur Mary Russo að kvenleg gróteska
einkennist oft og einatt af álíka uppbygg-
ingu og er á Ertu. Hin gróteska kven-
mynd ákvarðast fyrst og fremst af líkama
sínum, og allt það sem sá líkami setur
fram einkennist síðan af gróteskri stöðu
hennar í því samfélagslega umhverfi sem
hún lifir og hrærist í. Allt það sem konan
lætur frá sér fara markast af líkama
hennar og er lesið sem slíkt. Við hljótum
að geta fallist á að það skipti sköpum
hvort feitur eða grannur kvenmaður ger-
ist klámfenginn í tali. Til að bregða betri
birtu á þessa leiðarkenningu sína tekur
hún fyrir nærtækt dæmi um mismun-
andi menningarlegan lestur á feitum og
grönnum kvenlíkömum. Á sjöunda ára-
tugnum fór líkamslag örmjórra stúlkna
að vísa til hugmynda um kvenfrelsi og þá
einkum frelsis þeirra kvenna sem vígreif-
ar skunduðu út úr eldhúsinu og hlutu,
samkvæmt öllum kokkabókum, að
grennast á þeirri leið. Nú til dags er ör-
mjór kvenlíkami aftur á móti stimplaður
sem samfélagslegt sjúkdómseinkenni,
eða lystarstol, og er gjarnan álitinn und-
irokaður af karllegum hugmyndum um
æskilega kvenmynd. Samskonar tví-
ræðni hefur einkennt lestur á feitum
kvenlíkömum. Til skamms tíma var ofát
kvenna talið tákn um sálfræðilega bæl-
ingu og samfélagslegt framkvæmdaleysi,
en um þessar mundir hlýtur það að telj-
ast býsna róttækt ef kvenmaður ákveður
að hlaupa í spik. Kenningar Russo um
gróteskar kvenmyndir grundvallast á
slíkum menningarbundnum „lestri“ á
kvenlíkamann, og reyndar á allri sam-
félagslegri hegðun hans. Hún álítur í
framhaldi af því að konan lifi í stöðugri
hættu við að „falla“ af stalli menningar-
legrar upphafningar sem ásættanleg
kvenmynd. Óskaplega lítið þarf út af að
bera til þess að konan falli og verði að
gróteskri kvenmynd, og getur hún þá
jafnan sjálfri sér um kennt líkt og átti við
um Evu í Edengarði forðum daga.
Stundum nægir að fitna dálítið eða
grennast örlítið of mikið.
Sú kvenmynd sem heldur dagbókina
í Ertu, einkennist af því að falla hvernig
sem á hana er litið. Það er nánast sama
hvaða nálgun eða teoría er notuð til að
henda reiður á henni, hún sleppur alltaf
undan eða fellur, líkt og hin auðtrúa Eva
á sínum tíma, út frá gildum viðkomandi
hugmyndafræði. Samkvæmt Russo er
eitt megineinkennið á kvenlegri
grótesku einmitt þessi stöðuga hætta
sem vofir yfir kvenlíkamanum, konan á
það stöðugt á hættu að verða upppvís að
því að hafa til að bera einkenni sem eru
á skjön við ríkjandi kvenmyndir hverju
sinni. Með öðrum orðum felst kvenleg
gróteska í því að menningin les eða túlk-
ar líkama konunnar og þar sem skil-
greiningarnar breytast frá tíma til tíma
er líkami konunnar aldrei „réttur“.
Kvenlíkaminn er alltaf við það að falla úr
háloftum upphafningarinnar, hættir að
passa inn í skilgreiningar, og hittir þá
fyrir hina grótesku móðurjörð sem vel
að merkja hefur oft og einatt verið lögð
að jöfnu við gróteskar kvenmyndir eins
og skessur. Menningarleg staða konunn-
ar hvílir þannig á fúllkomlega gróteskum
forsendum.
Kvenmyndin í Ertu skilgreinir sjálfa
sig sem læsilegan líkama frá fyrstu síðu.
Hún er stöðugt í sjónmáli annarra sem
túlka athafnir hennar og orðræðu út frá
sköpulaginu:
116
TMM 1998:1